Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 35

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 35
ÓÐINN 35 og vandaði sem best allan frágang, enda var hann frábærlega vandvirkur og hirðusamur, og hafði næmt auga fyrir allri fegurð. Hvert það verk, sem hann vann, eða ljet vinna, varð að vanda sem best, og taldi hann enga fyrirhöfn eftir til þess, að verkið væri vel af hendi leyst. Hreinlæti hans, snyrtimensku og umgengni allri, var viðbrugðið. Yar honum engu miður ant um að öllu væri haldið í horfi og vel útlítandi, en hitt, að til þess væri vandað í fyrstu. Var eink- um rómað, hve þriflega var og vel um gengið í sjávarhúsum hans, þar sem veiðarfæri voru og skinnklæði geymd, og annað það er að sjó- mensku laut. Þótt Hallgrímur væri bæði duglegur og fram- kvæmdasamur, og hinn mesti aflamaður og hirðumaður, þá varð hann aldrei fjáður, og lágu til þess ýmsar orsakir. Árferði var erfitt, þá er hann var á ljettasta skeiði, og fjölskyldan stór. Hann var og talsvert hneigður til víndrykkju um miðbik æfinnar, og fór þá sem fleirum, að hann var eigi ávalt aðgætinn um smámuni. Þó mun hitt hafa mestu valdið, að hann var eigi jafnvel fallinn til fjárgæslu sem framkvæmda. Var honum fátt fjær skapi, en ónotað aurasafn, og hugsaði líkt og Guðrún Ósvifursdóttir, að »til þess er fje, að menn farsæli sig af því«. Taldi hann rjettara að verja aflafje sinu sjer og sínum til gagns og gleði, en að geyma það. Keypti hann jafnan góða hluti og vandaða, og horfði þá lítt í verð. Bókhneigður var Hallgrímur mjög og las mikið, meðan hann hafði sjón sína heila. Var hann maður prýðilega greindur og stálminnugur. — Hafði hann hin bestu not af bóklestri sinum, því að hann las bækur af fróðleikslöngun og þörf á andlegri fæðu, en ekki sjer til dægra- styttingar eingöngu. Gáfum sínum og minni hjelt hann óskertu til dauðadags, að kalla mátti. Þótti honum sú skemtun best, er hann var blindur orðinn, ef einhver las fyrir hann eða ræddi við hann um fróðleg efni, og var þá sem ljeki hann við hvern sinn fingur. Mundi hann það glögt í elli sinni, er hann hafði lesið á fyrri árum, og fylgdi furðu vel með atburðum síðustu tíma. Mjög hafði hann þráð í æsku að ganga menta- veginn, en þess var enginn kostur, sökum fjár- skorts. En börn sín mentaði hann eftir því, sem efni hans frekast leyfðu; kostaði hann báða sonu sína og Láru dótlur sína til gagnfræðanáms, og öll börn sín til nokkurs lærdóms. Mun ýmsum þá hafa fundist, að hann gæti margt þarflegra gert við fjármuni sína, en að eyða þeim til bók- fræðslu barnanna, er þau voru komin yfir ferm- ingaraldur. Ljetu þau hjón hvern tala þar um sem vildi, en fóru sínu fram, og uppskera nú í ríkum mæli þakklátsemi og virðingu barna sinna fyrir blessun þá, er þekkingin veitir. Hallgrímur var að upplagi skapmikill og geð- ríkur. Skap sitt stilti hann vel hversdagslega, og kvað betra að láta undan síga, en að stökkva upp á nef sjer af smámunum. En eigi þótti dælt við hann að eiga, ef hann reiddist, því að maðurinn var að eðlisfari stórbrotinn og mikil- fengur, og gat verið hvassyrtur mjög, svo að ilt var undir að búa. Skoðanir sínar á málefnum dró hann enga dul á, og átti þar ekki ætíð samleið með öðrum. Hinsvegar var hann óhlut- deilinn mjög um hagi og ráðlag annara manna, og komst því með öllu hjá nágrannakrit þeim og bæjaslúðri, er oft fylgir þjettbýlinu. Yar sem allur hugsunarháttur hans væri af stærra og hreinna bergi brotinn en fjöldans, enda var hann einn þeirra, er eigi hirða um að »binda bagga sina sömu hnútum og samferðamenn«. Varð hann því stundum fyrir misskilningi, eins og títt er um þá, er svo eru skapi farnir. Mátti og með sönnu segja það um Hallgrím, er Matthías kveður um föður sinn: Hið innra var máttugt og auðugt og hlýtt, hið ytra var hrufótt og stórt og grýtt. Það vissu nánustu vandamenn Hallgríms best, hve hlýtt og auðugt hjarta hans var. Hann var trúr og skyldurækinn eiginmaður, og umhyggju- samir faðir. Sparaði hann ekkert það, er hann hugði að verða mætti börnum sínura til góðs, og Ijet oft sinn síðasta eyri af hendi rakna í þeirra þarfir. En ekki hlífði hann þeim við erfiði, og mun honum fátt hafa fundist fjar- stæðara, en að telja eftir þeim algenga vinnu og nauðsynlega, enda voru þau vel til starfa fallin. Sömu umhyggju bar hann fyrir barna- börnum sínum, þótt eigi hefði hann mörg orð um. Lá honum einkum á hjarta, að þau fengi notið fræðslu, og inti oft eftir framförum þeirra, er komin voru í barnaskóla, en gladdist við hvert gáfnamerki er kom í ljós hjá hinum, er voru í fyrstu bersku. Mátti þá, sem oftar, finna það á, að hann mat mentun og þekkingu framar flest- um öðrum lífsins gæðum. Fremur var hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.