Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 49

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 49
ÓÐIN N 49 inn rjett fyrir rökkur. Fanst mjer innsigling furðuleg og fjalla- og jökul-hringurinn stórfengilegur. Þaðan var siglt til Berufjarðar. Jeg hlakkaði til að koma til Fáskrúðsfjarðar, og fanst mjer ferðin nokkuð löng, en þó leið mjer hið besta, eins og jeg á vanda til á sjó. Með skipinu voru margir skemtilegir ferðafje- lagar og var oft glatt á hjalla. Þar var latínuskóla- kennari og fiskifræðingur Bjarni Sæmundsson og var hann fremstur í flokki með alla glaðværð og gaman. Jeg man ekki eftir öðrum skemtilegri ferðafjelaga á sjó. Jeg held að við höfum best notið lífsins af öll- um farþegum. Margt var þar úr stjett geistlegra manna, og mátti þó heita að sjóveður væri gott alla dagana. Þar var sjera Kristinn á Útskálum Daníels- son, á leið til Hólma í Reyðarfirði, að heimsækja prestaöldunginn sjera Daníel föður sinn. Með oss voru einnig prestarnir sjera Ðjörn Þorláksson á Dvergasteini og sjera Jón Finnsson frá Djúpavogi. Var margt haft til unaðar f skemtilegum viðræðum, að minsta kosti þegar gott var í sjóinn, en samt vildi stundum verða nokkuð autt við borðið, er sjór- inn ýfðist; sátum við stundum tveir einir að máltíð, við Bjarni Sæmundsson. Við vorum þaulsætnir við matinn og efast jeg um, hvort britinn hafi hagnast mikið á okkur. Hinir Iitu okkur öfundaraugum, þeir er litla eða enga matarlyst höfðu, þótt lítið væru sjóveikir. Tókst umræða um það, hvor okkar væri drjúgari við borðhaldið. Svo fór að dæmt var með atkvæðagreiðslu að jeg hefði staðið mig befur. Var ákveðið að veita verðlaun. Var það gert við kaffi- drykkju síðasta daginn, áður en dreifing færi að koma á liðið. Bjarni fjekk það hlutverk að afhenda sigurlaunin með ræðu. Lárus prjedikari Jóhannsson var farþegi í lestinni og hafði á boðstólum lítið kristilegt rit, er hann hafði samið og kostaði 35 aura. Var nú skotið saman og ritið keypt til verð- launanna. Hjelt svo Bjarni prýðilega ræðu um óhóf í mat og drykk, með mörgum vel völdum orðum og afhenti mjer gjöfina. Auðvitað var jeg hrærður yfir þessum sóma og varð að standa upp og þakka. Hefði mjer að líkindum vafist tunga um tönn ef jeg hefði eigi flett upp bókinni og rekið augun í ritn- ingarstað, er stóð þar í upphafi greinar. Þar stóð: »Svaraðu ekki heimskingjanum eftir heimsku hans< — og hjelt jeg þakkarræðu mína út frá því með viðkvæmum orðum og viðurkenningu á hinum gullnu orðum ræðumanns. Varð úr allri þessari athöfn gam- an mikið. Til Fáskrúðsfjarðar komum vjer árdegis 14. júlí Magnús Gíslason kom út á skipsfjöl að sækja mig. Var þar fagnaðarfundur. Rjett um það bil, er jeg ætlaði í land, bar þar að mann, fríðan og fönguleg- an. Vatt sá sjer að mjer og kvaðst heita Páll Gísla- son, Pálssonar prests að Viðvík. Hann rifjaði upp gamlan kunningsskap frá árinu 1886, þegar jeg kom að Viðvík til þess að heimsækja kennara minn, sjera Zophonías Halldórsson, fyrsta sumarið, sem hann var í Viðvík. Þar var þá sjera Páll uppgjafaprestur og bjó á litlum hluta jarðarinnar, hann hafði kent Zóp- hóníasi undir skóla. Kvaðst Páll hafa verið þá hjá afa sínum, 13 ára drengur. Jeg mundi eftir honum, en hefði þó ekki þekt hann, þar sem liðin voru 19 ár frá viðkynningu okkar. Hann var nú faktor á Fá- skrúðsfirði og bauð mjer að heimsækja sig svo oft sem jeg vildi meðan jeg dveldi þar í bænum. Jeg fór með Magnúsi heim að Búðum og var mjer þar vel fagnað. Þar hafði jeg svo stöð mína um hálfa aðra viku meðan jeg var á Fáskrúðsfirði. Það var mjög skemtileg dvöl á því heimili; við Magnús vor- um mjög samrýndir, og hjónin, foreldrar hans, voru mjög gestrisin og ástúðleg í viðmóti. Gísli Hákonar- son var mesti sæmdarmaður, og kona hans, Þorbjörg, sjerlega gáfuð kona og guðhrædd. Við töluðum oft saman um andleg efni. Annar sonur Gísla hjet Ólaf- ur, yngri nokkru en Magnús, og hinn skemtilegasti piltur. Þar var og ungur kaupamaður, Sólmundur Einarsson, bróðir sjera Guðmundar Einarssonar, pró- fasts á Mosfelli. Urðum við Sólmundur bestu mátar. Laugardag og sunnudag hjelt jeg kyrru fyrir og kynti mjer þá Norðmenn, er þar voru að síldarveið- um. Sunnudaginn 16. júlí. hjelt jeg tvær samkomur, íslenska og norska, og voru þær vel sóttar, en næsta dag riðum við Magnús út að Kolfreyjustað til þess að heimsækja sóknarprestinn, sjera Jónas Hall- grímsson, bróður Tómasar Hallgrímssonar læknaskóla- kennara. Þar var mjer tekið með mestu virktum. Sjera Jónas var þá tekinn mjög að reskjast, en var hinn höfðinglegasti í sjón og hreyfingum, og ljúfmenni hið mesta. — Það varð svo um talað, að jeg skyldi messa þar næsta sunnudag bæði á íslensku og norsku. En þangað til ætlaði jeg að heimsækja þá Norðmenn, er höfðust við þar við fjörðinn. Þar út með firðin- inum, að sunnanverðu, var hvalveiðistöð. Minnir mig að hún væri í þýskum höndum, en hjer um bil allir starfsmenn þar voru Norðmenn. Hugði jeg að fara þangað og vildi helst fá lánaðan bát. Jeg heyrði að maður einn í þorpinu ætti lítinn bát og gekk því til hans, þar sem hann var að slætti uppi í brekkunum. Jeg heilsaði honum og spurði, hvort hann vildi leigja mjer bát sinn. Hann horfði, að mjer fanst, eitthvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.