Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 5
ÓÐINN 5 mælt; komust þeir austur undir mynni Faxa- flóa, og ætluðu inn til Reykjavíkur, en þá brast á þá ofsastormur, svo þá hrakti suður og austur í haf í stefnu á Irland. Komust þeir með naum- indum inn til Glasgov á Skotlandi 13. nóv. 1859. Þessi för ShalTners þótti hin frækilegasta, og undruðust menn hugrekki hans og dugnað, snerust þá margir málsmetandi menn á sveif með honum og veittu honum styrk bæði fjár- hagslega og með góðum áhrifum á aðra. Ofursti ShaíTner ritaði i blöðin og hjelt fyrir- lestra um þessa för sína allvíða, og þar á meðal í kgl. landfræðisfjelaginu í Lundúnum og var víðast vel tekið. Danastjórn framlengdi einkaleyfisfrestinn og landi hans I. R. Crosskey kaupinaður í Lund- únum og verslunarhúsið I. R. Crosskey & Co. Iögðu fram fje til að hefja á næsta sumri annan leiðangur til frekari rannsókna og undirbúnings. Tvö skip voru ætluð til þessa, fyrst »RulIdog«, sem aðallega var ætlað að mæla hafdýpið á hinni fyrirhuguðu leið, það var herskip og hafði Sir Leopold M’CIintock forustu á því skipi. Það var gufuskip. Sir M’Clintock hafði verið á Fox í þeim leið- angri, sem farin var til að leita Franklins, og hafði getið sjer góðan orðstír. Hitt var einmitt þessi sami Fox. Það var seglskip með hjálparskrúfu. í fyrstu var það lystisnekkja Sir R, Suttons í Apardjóni (Aber- deen), en lafði Franklín fjekk það handa Sir L. M’Clintock er hann fór að leita að manni henn- ar John Franklin. Fjekk það þá tvöfalda klæðn- ingu af 3" plönkum ásamt bindingsverki langs og þvers að innan úr sverum trjám alt seymt saman með eirgöddum, enn fremur ótal járn- styttur, krappa og bönd, þar sem mest þótti við þurfa. Skipið var 3 vatnsþjett hólf aðskilin með plönkum. Að framan var skipið járnklætt og myndaðist þar hvöss egg á stefninu, eins og á meitli. Það var 122 fet á lengd, 24 fet á breidd og 12 fet á dýpt, alt enskt mál, og lestaði 177 tns. Það hafði 2 lágþrýstingsvjelar eftir Penns sam- setningu, og sneru þær skrúfunni 86 snúninga á mínútu og höfðu báðar til samans 25 hestöfl og drifu skipið 47« mílu á vöku, og eyddu þá 1 tunnu af kolum á klukkustund. Skipið hafði 2 skrúfur og 1 til vara. Fox hafði sýnt það áður að hann þoldi svaðilfarinar, og því var hann kjörinn til að flytja forstjórann — Shaflner ofursta — og þá vísindamenn og leiðtoga, sem þurfa þótti til fararinnar, en til þessa varð að breyta innri byggingu skipsins, því síðast hafði hann verið hafður til selaveiða, og vildi keimurinn frá þeirri meðferð lengi loða víð til mikilla ó- þæginda fyrir suma farþegana. Seglbúnaður á Fox var eins og á 3-sigldri skonnortu með tveim toppseglum. Skipunum var ætlað að hittast í Grænlandi, og átti þá að ákveðast hvar siminn yrði lagður að og frá ströndum Grænlands, en annars átti Fox að fara til Færeyja og Islands, Grænlands og Labrador, rannsaka og velja leiðir og lend- ingarstaði, og því voru í förinni menn, sem höfðu búið sig út til landferðanna. Sjerstaklega áltu þó þessir landkönnunarmenn að rannsaka lendingarstaði á austurströnd Grænlands nálægt Prins Kristjáns-sundi, og á íslandi nálægt Dyr- hólaey. Var jafnvel gert ráð fyrir, að Fox þyrfti að dvelja vetrarlangt þar norðurfrá og þvi var skipið fylt af kolum — 750 tunnur — og vistum. Af niðursoðnum matvælum var þar: nauta-, kinda- og kálfakjöt, svo og saltað og reykt svina- kjöt — skinkur — fyrir utan kálmeti og grænmeti. Af drykkjarföngum segir Zeilau að þar hafi verið »plenty«, sjerstaklega: Ale, Porter, Sherry, Portvin, Rauðvín, Kampavín, Koníak, Romm, að ógleymdu Wisky. — Crosskey-menn höfðu jafnvel ekki gleymt vindlum og vindlingum, og í eftirmat var alskonar lostæti. Sjókort voru nægileg bæði frá danska og enska sjókortaarkivinu og verkfæri til allskonar mæl- inga bæði á sjó og landi, þar á meðal loftvog til hæðamælinga, mjög nákvæm og þá sjaldfeng- inn gripur. Þá voru tjöld og sleðar til landferða, 2 slúppur og 1 gig — björgunarbátur til sjóferða, þar að auki íssngir og gúttaperkabátur. í skip- inu var fullkomin smiðja með flestum áhöldum bæði til trje- og járn-smíðis, í einu orði sagt, var útbúnaður allur hinn fullkomnasti. Þessir voru yfirmenn á Fox: Kapteinn Allan Young, yfirfararstjóri leiðang- ursins; hann hafði verið með Sir L. M’Clintock í þeim leiðangri er fyrr var nefndur. Navigatör og mælingamaður á skipinu C. C. Davis undir- fararstjóri. Hann var úr enska sjóliðinu, hafði verið í suðurhafsleiðangri með Sir James Ross, og getið sjer góðan orðstlr. Þriðji var talinn of- fursti Shaffner. Hinn 4. var Dr. John Rae, for- L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.