Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 46

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 46
46 ó Ð I N N minni skriðuhætta, þó hálsinn sje brattur. í leysingum á vorin safnast vatn í læki, er grafa sig gegnum jarðveginn og skola honum ofan á láglendið. Malar- og moldar-hryggir, sem víða sjást við brekkurætur, undan lækjarfarvegum og skorningum, bera vott um þetta. t*ar sem sam- feldar grasbrekkur og skógarbrekkur eru, dreifir vatnið sjer jafnt um allan jarðveginn, en safn- ast ekki saman í læki, því að jurtirnar leyfa ekki af rakanum, sem þær þurfa með, ef þær ná nokkrum þroska. t*ær hafa því bæði hemil á vatninu og gróðurmoldinni. Ef sauðfje er þrá- beitt í hallandi graslendi eða skógarbrekkur, lamast gróðurinn, eða spillist um of, jarðvegur- inn sleppir nokkru af því vatni, sem hann ann- ars hefði þurft handa jurtunum. Það safnast í læki, sem hrifsa moldina með sjer og umturna öllu, sem þeir ráða við. Þau öfl í náttúrunni sem byggja upp, bíða þá ósigur fyrir þeim, sem rífa niður. 15. aldar hrakspáin um gróðurspjöll og eyðing Vatnsdals var örvæntingaróp þess manns, sem kunni engin ráð til að afstýra því böli, sem hann sá fyrir að gengdarlaus gróðurniðsla hafði í för með sjer fyrir komandi kynslóðir. í*essi spámaður, eða nokkur annar samtíðarmaður hans, þekti hvorki eða skildi þann undra mátt, sem felst í orðunum rœklun og friðun. En þetta tvent byggir upp Vatnsdal og heldur við öllum gróðri í honum um aldur og æfi. Vatnsdalur er jafnan talinn hjarta Húnavatns- sýslu, og er þá einkum miðað við landkosti, veðurblíðu og mannval, og víst hefur hann borið af flestum hreppum í sýslunni, hvað þetta snert- ir — að ógleymdri fegurðinni. Þó að dalurinn sje búsældarsveit, eru jarðir þar misjafnar að gæðum eins og annarstaðar. Flestar jarðir í dalnum eru betur fallnar til nautgriparæktar en sauðfjárræktar, en af eðlilegum ástæðum er lögð meiri stund á sauðfjeð. Afrjetturinn kemur ná- lega grænn undan snjónum á vorin. Fjeð sækir þá ört upp á heiðarnar, er því erfið smala- menska, einkum á fremstu bæjum í dalnum. Á haustin er safnið rekið að Undirfellsrjett. Hún stendur á sljettum harðvellisflötum í miðri sveitinni. Vegir eru góðir í dalnum frá náttúrunnar hendi, víða sljettar grundir og harðvellis balar. Er þar oft sprett úr spori, því að Vatnsdælir eiga jafnan góða hesta. Vegurinn að vestanverðu í dalnum er nú fær bifreiðum, frá þjóðvegin- um, sem liggur þvert yfir þingið norðan við Vatnsdalshóla. Sýslumannssetur var í Vatnsdal á 19. öld. Nokkurn hluta af fyrri hluta aldarinnar bjó þar Björn Auðunsson Blöndal og siðar sonur hans Lárus t*. Blöndal. Báðir mikilhæfir og duglegir sýslumenn. Nú er sýslumannssetrið í litlum kaupstað úti við sjó. Báðir þingmenn Húna- vatnssýslu eru ættaðir úr Vatnsdal, og er annar þar búsettur. Hjer er ekki rúm til að telja upp bændur og búalið í dalnum, en þó verður ekki komist hjá þvi, að nefna hinn þjóðkunna bændaöldung og stjörnufræðing Jón Bjarnason frá Þórormstungu. Hann var sem kunnugt er sjálfmentaður. Marg- ur, sem lítið þekkir inn í sveitalífið, gerir sjer eflaust skakka hugmynd um, hve erfið staða hans var að iðka visindi. Hann varð, eins og aðrir bændur, að hirða skepnur að vetrinum. Pegar hann kom inn í bæinn frá þeim starfa á dag- inn, tók hann sjer bók og penna í hönd og fór að lesa og skrifa. Svefnherbergi hans í baðstof- unni var skrifstofan. Eins og gefur að skilja, voru þar engin skrifstofuáhöld, eða önnur þæg- indi, sem gerast á skrifsfofum vísindamanna og fræðimanna nú á dögum. Þegar Jón las eða skrifaði, stóð hann venjulega úti við baðstofu- gluggann, með bókina í annari hendi en penna í hinni, en þegar dagsbirtuna þraut, bjargaðist hann við kertaljós, enda var ekki um annað að ræða. En það var annað Ijós, sem lýsti upp huga hans og gerði honum kleift að greiða fram úr flóknum útreikningum í stjörnufræðinni. Jón hafði engan aðgang að bókasöfnum, enda voru þau hvergi til í grend við hann, nema litið eitt í eigu einstakra manna, en það var ekki fjöl- skrúðugt í þá daga, og síst af bókum, sem hann hafði gagn af. Eins og kunnugt er, samdi Jón almanak og miðaði útreikning þess við afstöðu Vatnsdals. Það stóð fyllilega á sporði almanök- um frá Kaupmannahafnar-háskóla. Engri annari sveit á íslandi hefur verið sýndur slíkur sómi, enda var enginn maður á landinu, á þeim tíma, sem jafnaðist á við Jón Bjarnason á þessu sviði. Þó að stjörnudísin heillaði Jón, gleymdi hann ekki náttúrunni og lífinu I kringum sig. Hann var vel að sjer í matjurtarækt, og jafnan boðinn og búinn að leiðbeina bændum i garðrækt, bæði í Vatnsdal og nálægum sveitum. Búnaðarfjelag,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.