Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 55

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 55
ÓÐIN N 55 Dvergasteini, að heimsækja sjera Björn Þorláksson og konu hans Björgu, frænku mína; hún var dóttir Ingibjargar Stefánsdóttur frá Stakkahlíð. ]eg varð mjög hrifinn, er jeg kom að lokuðu hliði og hitti þar tvo drengi, Þorlák og Valgeir, frændar mína. Þeir hlupu til og opnuðu hliðið og stóðu við hurðina keip- rjettir eins og hermenn, meðan jeg reið inn. Jeg dáðist að háttprýði drengjanna. Þegar heim var komið var mjer tekið með mestu vinsemd og dvaldi jeg þar til seinni hluta næsta dags. Vngsti sonur þeirra hjóna, Steingrímur, var þá um átta mánaða gamall, einhver sá stærsti og þyngsti drengur á þeim aldri, sem jeg hef sjeð. Mjer þótti gaman að vera með hann og var hann feikna góður við mig. Um morguninn vakn- aði jeg mjög snemma og fór út. Það var mjög heið- ríkur himinn og glaða sólskin. ]eg gekk upp í hlíðina fyrir ofan bæinn og sat þar all-lengi, og var í hálf- gerðri leiðslu vegna morgunfegurðarinnar. Fjörður- inn lá spegilsljettur fyrir neðan og norðurhlíðin, mín megin, lá glitrandi í dögginni, en djúpir skuggar í giljum og dölum hinumegin, sem breyttust alla vega, eftir því sem sói hækkaði á lofti. ]eg gat varla rifið mig frá allri þeirri fegurð. — Er jeg fór frá Dverga- steini, reið sjera Björn með mjer inn á Oldu. ]eg heimsótti ýmsa menn á Seyðisfirði og var mjer vel tekið alstaðar. ]eg kom oft til Einars faktors Hallgrímssonar á Vestdalseyri. Kona hans, Vilhelmína, dóttir Páls Erlendssonar, ömmubróður míns, var mjer ákaflega góð. Hún lá í rúminu veik árum saman en var vel málhress, og var bæði greind og skemtileg í tali. Jeg hafði áður kynst Hallgrími ljósmyndara, syni þeirra hjóna. Hann átti heima á Akureyri. — Jeg kom oft til Jóns frænda míns, Stefánssonar, sem kallaður var Filipseyja-kappi, af því, að hann hafði verið í her Bandaríkjamanna í viðureigninni um spönsku nýlendurnar. Hann var sonur sjera Stefáns Pjeturs- sonar og Ragnhildar Metúsalemsdóttur, en móðir hennar var Kristbjörg Þórðardóttir frá Kjarna, lang- afa míns. Við Jón vorum miklir mátar. Þannig varð dvölin á Seyðisfirði mjer hin ánægjulegasta. — Síðan tók jeg mjer ferð á hendur norður í Borgar- fjörð, því að þar voru fjölda-margir Norðmenn að fiskveiðum. Þangað fór jeg þannig, að jeg fjekk mjer hest og reið til Loðmundarfjarðar, og gisti í Stakka- hlíð hjá frændum mínum. Var þar góður fagnaður og kyntist jeg þá þeim sonum Baldvins, Stefáni og Sigurði; voru þeir hinir mannvænlegustu menn. Næsta dag fylgdu þeir mjer báðir bræður upp í Krækjuskörð, þar sem leið lá til Borgarfjarðar. Var það um einkennileg og torsótt fjöll að fara. Veður var bjart, en vegur slæmur. Var farið hægt og fræddu þeir bræður mig á örnefnum, en jeg man nú fæst af því. Er komið var yfir allar torfærur og villugjarna vegi, sneri Stefán heim aftur eftir því, sem um hafði verið talað, en Sigurður átti að fylgja mjer alla leið, og koma með mjer aftur, að loknu erindi mínu. Nú riðum við Sigurður niður í bygð og ljettum eigi fyrr en við komum niður í þorpið. Þar var ekkja, sem Hólmfríður hjet, sköruleg og góð kona. Hjá henni var dóttir hennar, Guðný Vilhjálmsdóttir, sem trúlofuð var Einari Sveini, frænda mínum, hálfbróður þeirra Sigurðar og Stefáns í Stakkahlíð. Var okkur þar vel tekið og þar höfðum við Sigurður náttstað. Einar Sveinn var þar í þorpinu að smíðum. Jeg heimsótti þar gamla vinkonu, frú Ingunni Loftsdóttur, konu sóknarprestsins, sjera Einars Þórðarsonar; hann var ekki heima, því hann var á alþingi og bráðlega vænt- anlegur. Þau áttu mjög efnilegan son, Loft, 15 ára gamlan. Var þar tekið vel á móti mjer og leyfði prestsfrúin mjer kirkjuna fúslega. ]eg hitti Norðmenn að máli og tilkynti þeim guðsþjónustuna. Sömuleiðis tilkynti jeg það Færeyingum, sem þar höfðu útræði. Kirkjan var troðful), og urðu þeir íslendingar, sem við voru sfaddir, hrifnir af þátttöku þeirri, sem átti sjer stað hjá útlendingunum. Þeir höfðu allir sálma- bækur og sungu, nær hver maður, og allir svöruðu prestinum og beygðu höfuð sín í lotningu, þegar beðið var. — Norðmennirnir báðu mig að dvelja á Borgarfirði næsta dag, og halda samkomu á mánu- dagskvöldið, og varð jeg við því, enda þótt jeg hefði ætlað til baka þann dag. Frú Ingunn vildi að jeg væri nú gestur hennar og þáði jeg það, því að mig langaði til að kynnast Lofti. Við sváfum saman frammi í stofu og fann jeg að Loftur var mjög vel gefinn piltur og vel hugsandi. Var mjer yndi að samtali við hann. — Mánudaginn var hið besta sjóveður og reru allir. Komu allir bátar inn aftur um kvöldið hlaðnir; hafði í heilan mánuð verið nær fiskilaust. í kringum kl. 8 kom jeg niður að víkinni, þar sem þeir lentu. Þar lágu margir Lófótens bátar með siglutrjen uppi, og þar að auki margir færeyskir og íslenskir bátar. Víkin var þröng, svo að hún varla gat rúmað alla þá bátamergð. Fiskurinn lá í dyngjum uppi á flötum klettunum, og fjöldi kvenna og unglinga voru að gera að. Sólin skein glatt og gleði og ánægja var yfir öllum. Það var svo fagurt þarna, að mig langaði til að eiga ljósmyndavjel, svo að jeg gæti tekið mynd af þessu með mjer. Nokkrir af Norðmönnunum komu til mín, þar sem jeg stóð, frá mjer numinn af hrifn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.