Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 51

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 51
ÓÐINN 51 að jeg engan dreng á þeim aldri hafi sjeð eins föngu- legan og hann. En þrált fyrir stærðina var hann barnslega bljúgur og skein barnsleg alvara úr augum hans. Hann gekk með mjer all-langa stund og gerði mig að andlegum trúnaðarmanni sínum. Ekki man jeg, hvað hann hjet, en mynd hans og viðkynning er mjer ljós og lifandi í minni. A sunnndagsmorgun, þann 30., kvaddi jeg hin ágætu hjón, sem jeg hafði dvalið hjá, og mátti jeg ekki nefna borgun á nafn. Koma þau hjón og synir þeirra seinna við sögu mína. ]eg reið út að Hólmum og undirbjó mig til messu- gerðar. Norðmenn fjölmentu mjög og höfðu þeir lít- inn gufubát, er dró róðrarbátana eftir sjer. Það var gaman að sjá þá siglingu út eftir firðinum. Það var mikill og sterkur söngur, eins og títt er hjá Norð- mönnum, en dálítið óheflaður. Að lokinni messu kvöddu Norðmennirnir mig með mikilli vinsemd og hafði jeg þar kynst mörgum ágætum drengjum. — Jeg var svo næstu nótt á Hólmum í besta yfirlæti. Þar kyntist jeg systur frúarinnar, Sigríði Torfadóttur. Hún var trúuð stúlka, og fjell mjer vel að tala við hana um andleg efni, enda þótt við værum ekki sammála um öll einstök atriði. Það var eitthvað un- aðslegt við þetta heimili, og átti jeg erfitt með að rífa mig þaðan á mánudaginn. Presturinn reið með mjer til Eskifjarðar og skildi mig þar eftir í góðum höndum; en það var hjá þeim sýslumannshjónunum Axel Tulinius og konu hans Guðrúnu, dóttur Hall- gríms Sveinssonar biskups. Þegar við komum þar, var fólkið að búa sig til skemtifarar inn í skóg og tók sýslumaður mig með sjer og var mjer hinn ljúfasti. Næsta dag hjelt jeg guðsþjónustugjörð í kirkjunni og var sýslumannsfrúin organisti, en sýslumaður hringdi klukkunum. Þetta var íslensk guðsþjónusta, því að engir Norðmenn voru þá á Eskifirði. Á Eskifirði hitti jeg kunningja og vin úr Reykjavík, Guðjón Jóns- son, sem var fjelagi í K. F. U. M. Hann var kaupa- maður á Karlsskála. Hann skildi mjer eftir hest sinn rauðan með öllum týgjum, og skyldi jeg ríða honum út að Karlsskála, er jeg færi frá Eskifirði. — Mið- vikudaginn 2. ágúst fór jeg frá Eskifirði, ríðandi á þeim rauða Guðjóns, og ætlaði jeg mjer að hafa dvöl nokkra í Stóru-Breiðuvík, því þar hafði jeg fengið að vita, að væru um 40 Lófótens fiskarar og hlakk- aði jeg til að hitta þá, því mjer geðjaðist einna best að þeim norðanmönnum af Norðmönnum þeim, er jeg kyntist. Jeg kom þar um nónbilið og fann menn að máli, skýrði frá erindi og spurði, hvort jeg mætti hafa þar guðsþjónustu. Tóku þeir vel í það og sögðu að jeg hefði hitt vel á, því nú væru þeir nýkomnir af sjó og væru því allir heima. Það voru tvö báta- lög þar, og höfðust við í timburskálum lveimur, sam- bygðum, svo að sameiginlegur veggur var á milli. — Um 20 sjómenn bygðu annan skálann, þann hinn eystri, en í þeim vestari voru 18. Samkoman var haldin í eystri skálanum, og voru allir viðstaddir. Vjer sungum sálma og jeg hjelt ræðu og fjekk góð- vildarsama athygli. í endalok ræðunnar fann jeg alt í einu, að eitthvað var að. Það var eins og öll vel- vild hyrfi. Jeg var hræddur um, að jeg hefði sagt eitthvað, er hefði hneykslað þá, en jeg gat ekki fundið, hvað það hefði verið. — Að samkomunni endaðri var mjer boðið út í vestri skálann til matar og þáði jeg það. Fyrir mig var sett kjötsúpa með smáskornum bitum í. Jeg tók til að matast og þótti mjer súpan góð. Roskinn maður gráskeggjaður hjelt uppi borð- ræðum við mig. Jeg sat einn að máltíð; hinir höfðu þegar matast áður en jeg kom. Samtalið var um andleg mál og líkaði mjer vel tal mannsins, og fann að hann mundi vera guðrækinn. Hvað við töluðum saman man jeg ekki, en mjer brá í brún, er maður- inn fór alt í einu að gráta. Jeg gat ekki skilið í þessu, því samtalið var ekki neitt viðkvæmt að mjer fanst. Mjer datt í hug, að maðurinn bæri eitthvað það á hjarta, sem væri honum sálarraun. Jeg stóð því upp og spurði, hvort hann vildi að jeg talaði við hann einslega. Því svaraði sá, er jeg síðar fjekk að vita, að væri formaður. Hann sagði: »Hjer þarf ekkert einmæli, því vjer erum allir trúnaðarvinir hver ann- ars og allir bræður*. Þá stóð upp sá er grjet og gekk til formannsins og fjellust þeir í faðma og grjetu báðir, og báðu hvor annan um fyrirgefningu og mælti formaður fram margar huggunargreinar úr ritningunni; allir sátu hljóðir og niðurlútir. Svo skildu þeir tveir og gengu til tveggja annara og fjellust í faðma við þá og grjetu hástöfum, og svo koll af kolli þar til er jeg stóð einn á miðju gólfi, og í kringum mig allir þessir 18 stæltu sjómenn í faðmlögum og hágráti og ritningarorðin flugu um kring úr öllum áttum. Mjer fanst jeg vera að verða að viðundri, og vissi ekki, hvað jeg átti að hugsa. Var þessi frásjernumning nokkurskonar hvítasunnuveður með vakningu í för sjer, eða var jeg umkringdur af vitfirringum. Jeg botnaði ekki í neinu. Loks höfðu þeir svalað sjer á grátinum og sátu nú allir rólegir eins og ekkert hefði í skorist. Enginn sagði neitt. Jeg vissi ekki hvað jeg átti að segja og sagði svona til málamynda, að það væri merkilegt, að finna 18 menn saman alla trúaða. Þá sagði formaðurinn: »1 ræðunni yðar, sem oss annars líkaði mæta vel, báðuð þjer að endingu, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.