Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 2
2 ÓÐINN og rannsaka lendingarstaði o. fl. ltalski flug- flotinn lagði á stað frá flug- stöð Róma- borgar, Orbe- tello, morgun- inn 1. júlí og flaug viðstöðu- laust norður til Amsterdam. Þangað var hann kominn nálægt hádegi. Einni flugvjel- inni hlektist þar á, er hún var að setjast á flughöfninni, og beið einn maðurinn, sem á henni var, bana, en hinir fjórir meiddust. Var flugvjel bætt inn í flotann í Amsterdam, svo að talan hjeltst óbreytt eftir sem áður. — 2. júlí var flogið til Londonderry á Irlandi, en þar var haldið kyrru fyrir, vegna óhagstæðs veður, til 5. júlí; þá var lagt á stað og flogið hÍDgað til Reykjavikur á tæpum 6 timum, og kom flugflotinn hingað kl. nál. 5 síðdegis og seltist á flughöfnina í Vatna- görðum. Næstu dagana var sagt, að þokur væru vestur í hafi, þótl hjer væri lengstum gott og bjart veður, og dvöldu flugmennirnir hjer þar til morguninn 12. júll. Þá lögðu þeir af stað, þeir fyrstu kl. 6, og flugu á nálægt 12 tímum vestur til Carlwright á Labrador, án viðkomu í Grænlandi, en þar hafði þó verið gert ráð fyrir fyrir viðkomu, í Julianehaab, ef veðurlag eða annað gerði það nauð- synlegt. Flugvjelar Italanna eru allar af hinni svonefndu Savoia- Marchetti-gerð og hver þeirra hefur tvo fiathreyfla og hver hreyfill 800 hestöfl. I hverri flug- vjel eru tveir æfðir flugmenn, vjelamaður og loftskeytamaður, en í þriðju hverri flugvjel er sjerstakur yfirforingi hinn fimti maður. Eru þrjár flugvjelar í deild sjer og halda saman á fluginu. Sú, sem yfirforingjann flytur, flýgur í miðju, en hinar tvær sin til hvorrar hliðar. Flugvjel Ralbo’s er jafnan í fararbroddi als flotans. Einn af þeim, sem með eru í flugförinni, er Pallegrint hershöfðingi, yfirmaður flugskóla Itala fyrir flugferðir um úthöfin. Flugmennirnir á flotanum eru lærisveinar hans, alt ungir menn og ókvæntír. Er fluglið ítala talið eitthvert hið fullkomnasta, sem til er. Balbo flugmálaráð- herra er fæddur 1890, og gat sjer frægð fyrir framgöngu sina á ófriðarárunum, þótt ungur væri þá, og er hann talinn einn af fjórum helstu stofnendum Fascista-flokksins og hefur haft yfir- stjórn flugmálanna á hendi frá því, er Mússó- lini tók við stjórn. Dagana, sem ítalirnir dvöldu hjer, fóru þeir í bilum víða um nágrennið. Balbo ráðherra o. fl. fóru til Þingvalla og austur yfir Hellisheiði. Hafði honum þótt fallegt og einkennilegt um að litast á Pingvöllum. — Fyrir móttökunni stóðu þeir Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra og Jón Porláksson borgarstjóri. — Meðan flug- mennirnir dvöldu hjer voru hjer einnig flesta dagana útlend skemtiferðaskip með fjölda fólks. Nokkrar vikur að undanförnu höfðu verið hjer italskir menn, sem undirbjuggu móltökuna í flughöfninni, og einnig útlendir blaðamenn, þar á meðal C. Mortari frá Italiu, þektur rithöfund- ur, frjettamaður ýmsra ítalskra blaða. — Balbo ráðherra kvaddi með svohljóðandi skeyti til Ásgeirs Ásgeirssonar forsætisráðherra: »Um leið og jeg kveð lsland, sendi jeg yður enn einu sinni kveðju mína og þökk fyrir þá miklu velvild, sem við höfum notið í hinu ógleymanlega landi yðar«. Leið jhigflota ítala veslar um haf. Balbo flugmálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.