Óðinn - 01.01.1933, Side 2

Óðinn - 01.01.1933, Side 2
2 ÓÐINN og rannsaka lendingarstaði o. fl. ltalski flug- flotinn lagði á stað frá flug- stöð Róma- borgar, Orbe- tello, morgun- inn 1. júlí og flaug viðstöðu- laust norður til Amsterdam. Þangað var hann kominn nálægt hádegi. Einni flugvjel- inni hlektist þar á, er hún var að setjast á flughöfninni, og beið einn maðurinn, sem á henni var, bana, en hinir fjórir meiddust. Var flugvjel bætt inn í flotann í Amsterdam, svo að talan hjeltst óbreytt eftir sem áður. — 2. júlí var flogið til Londonderry á Irlandi, en þar var haldið kyrru fyrir, vegna óhagstæðs veður, til 5. júlí; þá var lagt á stað og flogið hÍDgað til Reykjavikur á tæpum 6 timum, og kom flugflotinn hingað kl. nál. 5 síðdegis og seltist á flughöfnina í Vatna- görðum. Næstu dagana var sagt, að þokur væru vestur í hafi, þótl hjer væri lengstum gott og bjart veður, og dvöldu flugmennirnir hjer þar til morguninn 12. júll. Þá lögðu þeir af stað, þeir fyrstu kl. 6, og flugu á nálægt 12 tímum vestur til Carlwright á Labrador, án viðkomu í Grænlandi, en þar hafði þó verið gert ráð fyrir fyrir viðkomu, í Julianehaab, ef veðurlag eða annað gerði það nauð- synlegt. Flugvjelar Italanna eru allar af hinni svonefndu Savoia- Marchetti-gerð og hver þeirra hefur tvo fiathreyfla og hver hreyfill 800 hestöfl. I hverri flug- vjel eru tveir æfðir flugmenn, vjelamaður og loftskeytamaður, en í þriðju hverri flugvjel er sjerstakur yfirforingi hinn fimti maður. Eru þrjár flugvjelar í deild sjer og halda saman á fluginu. Sú, sem yfirforingjann flytur, flýgur í miðju, en hinar tvær sin til hvorrar hliðar. Flugvjel Ralbo’s er jafnan í fararbroddi als flotans. Einn af þeim, sem með eru í flugförinni, er Pallegrint hershöfðingi, yfirmaður flugskóla Itala fyrir flugferðir um úthöfin. Flugmennirnir á flotanum eru lærisveinar hans, alt ungir menn og ókvæntír. Er fluglið ítala talið eitthvert hið fullkomnasta, sem til er. Balbo flugmálaráð- herra er fæddur 1890, og gat sjer frægð fyrir framgöngu sina á ófriðarárunum, þótt ungur væri þá, og er hann talinn einn af fjórum helstu stofnendum Fascista-flokksins og hefur haft yfir- stjórn flugmálanna á hendi frá því, er Mússó- lini tók við stjórn. Dagana, sem ítalirnir dvöldu hjer, fóru þeir í bilum víða um nágrennið. Balbo ráðherra o. fl. fóru til Þingvalla og austur yfir Hellisheiði. Hafði honum þótt fallegt og einkennilegt um að litast á Pingvöllum. — Fyrir móttökunni stóðu þeir Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra og Jón Porláksson borgarstjóri. — Meðan flug- mennirnir dvöldu hjer voru hjer einnig flesta dagana útlend skemtiferðaskip með fjölda fólks. Nokkrar vikur að undanförnu höfðu verið hjer italskir menn, sem undirbjuggu móltökuna í flughöfninni, og einnig útlendir blaðamenn, þar á meðal C. Mortari frá Italiu, þektur rithöfund- ur, frjettamaður ýmsra ítalskra blaða. — Balbo ráðherra kvaddi með svohljóðandi skeyti til Ásgeirs Ásgeirssonar forsætisráðherra: »Um leið og jeg kveð lsland, sendi jeg yður enn einu sinni kveðju mína og þökk fyrir þá miklu velvild, sem við höfum notið í hinu ógleymanlega landi yðar«. Leið jhigflota ítala veslar um haf. Balbo flugmálaráðherra.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.