Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 39

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 39
ÓÐINN 39 urhugurinn vildi oss vel. En þá er jeg loks kominn að þungamiðju þessarar hugleiðingar. Er móðurástin vitur eða er hún óframsýn og grunnfær? Er hún samanburðar- og hjegóma- gjörn eða fer hún sínu fram til að ná háu og göfugu marki fyrir elskað afkvæmi? Er hún hyggin, frækin og djörf, sem felur sigurinn I sjer, eins og hjá dýrinu hreina, prúða og sjálfstæða, er ól afkvæmi sitt í háfjöllum, í helgri móður- gleði, eða er hún í ætt við erjur og slettireku- skap hinnar skepnunnar, er sakir vanþroska síns og vitsmunaskorts grunar um græsku að ástæðulausu, og stofnar sjer og sínum í ævar- andi dauða? Ýms mikilmenni veraldarinnar tileinka móður sinni veg sinn og lífshamingju, að það hafi verið hún, sem lagt hafi undirstöðuna að gæfu þeirra og gengi í lífinu, að það hafi verið hún, sem búið hafi þeim þá brynju, er best hafi dugað þeim á orustuvelli lifsins. Hversu margur hefur ekki getað og mun ekki geta tekið sjer í munn orð skáldsins Matth. Jochumssonar um upp- runa lífsgildis síns og lífshamingju, er hann mælir eftír látna móður: ».........Mitt andans skrúð var skorið af þjer, — sú skyrtan best hefur dugað mjer — við stormana, helið og hjúpinn.ct Sjerhver sá, sem tekið getur sjer í munn þessi orð, samkvæmt reynslu, hefur haft að segja af hinni viturlegu móðurást. Það er hún, sem læt- ur skynsemina ávalt vera við stýrið, en tilfinn- ingarnar, þó heitar sjeu, aldrei ná lengra en að vera hásetana á bát lífs-hamingjunnar. f*að er hún, sem þorir að tala um hið illa valdið í heiminum við barnið sitt, þau óhollu, sundrandi öfl, sem að því sækja, um vigtennur rándýrsins, er vilja rífa það á hol, eftir að hin mjúku tök móður-handarinnar hafa um það farið og gert það grunlaust um annað en gott í veröldinni. Það er hún, sem þorir að gera greinarmun á valdi guðs og satans, svo að barnið kunni skil á þessum tveimur öflum, er það mætir þeim f lífinu. Með hliðsjón á hættunni hlúir hún að afkvæmi sínu, og gengur frá því í bæn til guðs um nýjan aukinn styrk til að berjast til sigurs fyrir það. Hin vitra móðir er samverkamaður guðs að sigri þess afkvæmis, er hún hefur alið. Hin óvitra móðir gerir samanburð við aðra og slær af kröfunum. Hún leggur það eigi á sig að koma afsprengi sinu fyrir í klettagjá, í lík- ingu talað, því hún hyggur öllu óhætt; hún hefur það á bersvæði hefðar og tildurs, en hirðir eigi um óvininn, sem bíður eftir bráðinni, varn- arlausri, með eigi svo mikið sem lauf eða lyng til skjóls. Hún fær eigi hrósað þeim sigri, að ganga óhult með afkvæmi sitt eftir klöppunum, þar sem jarðvegurinn er traustur, og þar sem öllu er óhætt, mót upprennandi morgunsól sællar hamingju þess, er hún ann meira en sjálfri sjer. Þjer mæður og þjer, sem eigið eftir að verða mæðurl Lærið af þeirri móður, sem barðist til þrautar — og til sigurs — á Arran-eynni við Skotlandsströnd. Látið eigi hugfallast þó þjer riðið við af ofsóknum óvinarins, og yður liggi við að hniga til jarðar fyrir ofureflinu. Varð- veitið hið heilaga, sigurvænlega aflið í brjóstum yðar og gerið það svo máttugt, að óvinurinn fái aldrei náð að koma áformi sínu fram um að tortíma því, er þjer hafið mestu fórnað og yður er kærst. Gerist því vitrar mæður og framsýnar — og herskáar — ef óvinurinn nasar í veðrið. ólafur ólafsson, Kvennabrekku. Sjera Ólafur Stephensen og frú hans. Sjera ólafur Stephensen, nú á Auðnum á Vatnsleysuströnd, verður sjötugur á þessu ári. Hann er fæddur í Viðey 24. júlí 1883, sonur Magnúsar ólafssonar Stephensen og konu hans, Áslaugar Eiriksdóttur sýslumanns Sverrissonar. Bjuggu þau foreldrar sjera ólafs í Viðey, og hafði eyjan lengi verið í eigu þeirra Stephensen- anna. Ólafur varð stúdent 1884 og útskrifaðist af Prestaskólanum 1886. Á sama ári voru honum veitt Mýrdalsþing. Vigðist hann þangað 12. september 1886 og þjónaði því prestakalli í fjögur ár. Bjó hann þá á Hvammi í Mýrdal. En vorið 1890 fjekk hann Mosfellsprestakall i Mosfellssveit og var þar fram til 1904. Bjó hann fyrst á Mosfelli og síðar á Lágafelli. Snemma á ári 1904 fjekk hann lausn frá prestskap vegna gigtaeiki, og fór þar að ráðum Guðmundar Björnssonar, síðar landlæknis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.