Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 23

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 23
ÓÐINN 23 eða lagt til mála, því að orð hennar hafa jafnan borið vott um mikla skynsemi og jafnframt heiðarleik. Bústjórnin á báðum þessum heimilum var mjög lík, því Guðbrandur, maður Matthildar, var einnig heiðursmaður, og efnahagurinn góður á báðuin heimilunum, enda nutu þess margir, bæði í vanalegri gestrisni og eins þegar mönn- um lá á björg. Vorið 1882, þegar hafísinn og harðindin ætl- uðu að merja lif úr mönnum og málleysingjum, þá vóru Kirkjuból og Smáhamrar stærstu forðabúr- in, því skip kom- ust ekki inn á fjörðinn fyr en seint í júlímánuði og hríðarbylur var um allan sauð- burðinn, fram yfir fardaga. Menn urðu því allir að lifa á forða þeim, sem þeir höfðu útvegað sjer sum- arið áður, en þó var tilfinnanlegast með hey- skortinn, sem von var, eftir 26 — 30 vikna inni- stöðu, og þá munu hafa verið fáir bæir í næstu sveitum, sem ekki leituðu til Benedikts á Kirkju- bóli með hjálp um hey, og meira að segja, hans var leitað i þessum erindum, með árangri, úr Geiradalshreppi í Barðastrandarsýslu. En að þetta skyldi vera Benedikt mögulegt, staf- aði af hans framúrskarandi dugnaði í að afla sjer heyja langt fram til fjalla á annari jörð. Pá kemur að því, að minnast á Björn Hall- dórsson. Hann er fæddur 20. júní 1856 að Geir- mundarstöðum í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Halldór Jónsson bóndi á Geirmundarstöðum og kona hans Vigdís Björnsdóttir. Björn fluttist með foreldrum sinum að Nýp í Skarðshreppi árið 1858, og frá þeim fór hann í vist að Smá- hömrum árið 1873 til Guðbrands og Malthildar, sem síðar varð kona hans. Þau gíftust 25. okt. 1886. Guðbrandur og Matthildur eignuðust einn son, er þau ljetu heita Benedikt;er hann, að því er jeg best veit, fasteignasali í Ameriku. Benedikt kvæntist hjer Elinborgu Jónatan3dóttur, er and- aðist eftir fárra ára sambúð. Þau áttu saman þrjú börn, og hafa tvö af þeim alist upp hjá þeim Birni og Matthildi, þau Jónatan kaupfje- lagsstjóri á Hólmavík og Þórdís, sem er gift kona á Smáhömrum. Þriðja barnið, Borghildur, kona Jakobs Thorarensen skálds, ólst upp á Broddadalsá. Þau Björn og Matthildur eignuðust þrjú börn; Guðbjörgu, er gift- ist Ásgeiri Ásgeirs- son frá Stað.kaup- manni í Beykja- vík. Hún dó 1917. Matthildi, sem er gift Jóni Halldórs Jónssyni, verslun- armanni á Hólma- vík, og Guðbrand bónda á Heydalsá. Enda þótt mjög hart væri árferðið í Strandasýslu til sjós og lands frá 1884, þegar Björn Halldórsson tók við bústjórn á Smáhömrum, til 1888, þá sáust þess engin merki á Smáhömrum. Að vísu dró úr sjávarafurðum hjá Birni, en þá hallaði hann sjer því fastara að Iand- búskapnum. Jók stórum við þær jarðabætur, sem Guðbrandur hafði byrjað á, fjölgaði fjenu og sýndi þar mikla atorku og útsjón við að afla heyja fyrir þann fjenað sinn á öðrum jörðum, þvi Smáhamrar eru þar alls ónógir. Auk túnbótanna, sem í minsta lagi hafa aukið töðufallið um V* hluta við það, sem áður var, bygði hann myndarlegt ibúðarhús úr timbri á þessum árum, sem var það fyrsta bændabýli í Strandasýslu af þeirri gerð. — Þegar fiskafli fór að aukast aftur við Steingrimsfjörð, jók Björn aftur bátaútgerð sína síðari hluta sumranna, en ljet þá atvinnu ónotaða um heyskapartímann, svo að landbúskapurinn liði engan hnekki af sjávarútveginum, og á þann hátt notaði hann báða þessa atvinnuvegi jöfnum höndum án þess annar liði við það. Sjálfur hefur Björn verið gæða sjómaður og aflasæll að sama skapi. Hefur hann stundað sjómenskuna á þennan Björn Halldórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.