Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 22

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 22
22 Ó Ð I N N hans með myndarlegri minningargjöf, og með því að fjölmenna til fylgdar honum að hinsta hvíldarstað. Jeg þakka þjer, vinur, samstarfið og kynning- una góðu. Pað var sem bjartir ylstraumar frá návist þinni færu um sál mína. íJú varst ljós- gjafi, þú varst ráðgjafi og þú varst yls- og gleði-gjafi. Blessuð veri minning þín! í október 1932. B. F. Magnússon. Sl Smáhamra-hjónin. Þegar jeg kom í Strandasýslu árið 1881, vóru það tvö heimili í Kirkjubólshreppi, sem vana- lega var nefnd Tungusveit, er jeg hafði mikið saman við að sælda, og sem mjer virtust bera ægishjálm yfir flest bændaheimili í Strandasýslu. Heimilin vóru Kirkjuból og Smáhamrar. IJessar jarðir eru þó frekar smávaxnar, en það vóru húsbændurnir, sem gerðu garðana fræga. Á Kirkjubóli bjó þá Benedikt Jónsson, Ormssonar á Kleifum í Gilsfirði. Fæddur 1830. Bræður hans vóru: Kristján hreppstjóri í Hergilsey (faðir Snæ- bjarnar), Eggert Jónsson á Kleifum í Gilsfirði og Magnús hreppstjóri í Tjaldanesi. — Benedikt var hreppstjóri í Tungusveit, sýslunefndarmaður með fleirum opinberum störfum, er bændum voru falin. Hann hafði komið að Kirkjubóli um tvitugs aldur sem vinnumaður, til Gríms bónda, er þar bjó. Giftist hann síðan dóttur Gríms, Valgerði að nafni. Eignuðust þau þrjú börn: Grím, Guðrúnu og Kristínu. Guðrún giftist Þor- birni Jónssyni og bjuggu þau í Steinadal, þar til er hann andaðist fyrir fáum árum. Var sæmdarbóndi og mjög vinsæll. Guðrún er enn í Steinadal hjá Benedikt syni sinum. Kristrún var gift Guðmundi Jónssyni trjesmið, eru þau bæði dáin fyrir löngu, en Grímur tók við búi og jörðinni eftir föður sinn látinn. Sonur hans er Benedikt búfræðingur, sem nú býr á Kirkju- bóli, sagður mikill efnismaður og í afhaldi bjá öllum, sem þekkja hann. Eins og áður er sagt, hafði Benedikt á hendi öll opinber störf sem bónda verða falin, og rækti þau með röggsemi. Hann var framúr- skarandi dugnaðar búmaður, græddist honum fje allmikið, svo að jörðinni var ofboðið með þeim fjenaði, er hann hafði, og auk þess álti hann mikið útistandandi hjá öðrum, því hann var allra bjargvættur, sem þurftu hans með og til hans náðu. Hann var sjerlega myndarlegur maður á velli, og sópaði að honum hvar sem á hann var litið. Hann var skapaður sveitar- eða hjeraðs-höfðingi, sem alstaðar mundi hafa þótt sóma sjer vel, hvar sem á landinu hefði verið. Hann var mikill vinur sýslumanns Sig- urðar E. Sverrissonar í Bæ, þess ágæta manns, er Strandamenn ættu ekki að gleyma. Á Kirkju- bóli vóru allir sýslunefndarfundir haldnir, og þar var líka þingstaður hreppsins. Benedikt andaðist að Kirkjubóli 29. des. 1884, harmdauði allra, sem þektu hann, og var það mikill skaði fyrir sveitarhjeraðið og sýsluna, og mun tæpast hans jafningi í bændastjett hafa verið þar síðan. Jeg minnist ekki að hafa sjeð Benedikts minst í blöðum eða tímaritum, og þvi þólti mjer ekki eiga illa við að fara um hann nokkrum orðum hjer, í sambandi við það, sem sagt verður um Smáhamra-hjónin. Jeg hef nefnilega slept að minnast á eitl barn Benedikts, en það er hin sjerstaka sæmdarkona, sem myndin hjer er af, Matthildur, sem var húsmóðir á Smáhömrum þegar jeg kom í sýsluna, og sem jeg tel að hún sje enn, þótt hún sje að forminu lil hætt hús- móðurstörfum, en mjer finst jeg ekki geta hugsað mjer hana öðruvísi en sem húsfreyju á þessu heimili. Matthildur er fædd 1. janúar 1848 að Bæjum á Snæfjallaströnd, en þar var Benedikt vinnu- piltur fyrir innan tvitugt. Matthildur ólst upp hjá afa sínum, Jóni Ormssyni, til 8 ára aldurs, fór hún þá til föður síns, þegar hann fór að búa á Kirkjubóli. Árið 1865 fór hún að Brodda- nesi og giftist þar 1867 fyrri manni sínum, Guð- brandi Jónssyni, bróður sjera Björns í Miklabæ, og ílutlu þau að Smáhömrum árið 1868. Guð- brand, mann sinn, misti hún árið 1884. Matthildur líktist mjög föður sínum að framúr- skarandi ráðdeild, rausn og hreinlyndi, sem öll- um geðjaðist vel að. Hún hefur ekki verið, og er víst ekki, margorð um hagi sína nje annara, en því lausari er hún við öll ónytjuorð, og ekki hefur hún þurft að segja mikið, svo að fekið væri fylsta tillit til þess, sem hún hefur sagt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.