Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 43

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 43
ó Ð I N N 43 1 hjer og hvar upp af fjallsbrúnunum. Helstir þeirra eru: Rjúpnafell, syðst við eystri afdalinn, þar næst eru Borgir, þá Svartfell, Sandfell, Bakkabunga og Jörundarfell; það er hæst og stendur á móts við mynni Vatnsdals. Fell þessi eru eins og bergrisar á verði, með gullroðinn hjálm, er þau laugast í morgun- og kvöldgeisl- um sólarinnar. Þau eru fyrst til að færa sig í hvítan snækufl á haustin og síðust að kasta honum af sjer á vorin. Fyrir neðan klettabeltin taka við grjótskriður. Milli þeirra eru sumstaðar brattir grasgeirar, er reka broddinn upp að klettunum. f*ar fyrir neðan taka við grösugar hlíðar, einkum framan til í dalnum, en norðan til gengur breiður skriðu- fláki, á alllöngum kafla, frá klettum og ofan að dalbotni. Hátt uppi í skriðufláka þessum vex á einum stað mikill og fagur reynirunnur. Til- sýndar að sjá lítur hann út eins og stór þúfa. Grefst hann stundum undir skriðuna, er þá venja að ryðja ofan af honum grjótinu. Runnur- inn er í landareign frá bænum Hvammi. Munn- mæli segja að bóndanum þar eigi að búnast vel meðan hann gætir þess, að runnurinn kafni ekki undir skriðunni. Þetta mun vera eina vilta skóg- arhríslan í Húnavatnssýslu. Vestanverðu í Vatnsdal liggur breiður og mik- ill háls, nefndur Vatnsdalsháls. Hann er grös- ugur vel og beitiland gott. Vestur af honum tekur Víðidalsfjall við. Það er hátt og hrikalegt, liggja venjulega einhversstaðar fannir í því alt sumarið. Norðurendi fjallsins myndar háan og þverhníptan gnúp, sem heitir Ásmundargnúpur. Hann er gegnt Jörundarfelli, sem áður er nefnt. Ornefni þessi eru kend við Landnámsmenn, sem komu út hingað með Ingimundi gamla. Um þá segir svo í fornum þjóðsögum: »í fornöld bjuggu þeir Jörundur undir Jör- uudarfelli og Ásmundur undir Ásmundargnúpi. Voru þeir vinir miklir, en á efri árum tryltust þeir, og gekk þá hvor inn í það fell, er við hann er kent. Pað er mælt, að Ásmundur hafi átt vopn þau og herklæði, er voru gersemi mikil. Festi hann þau framan á hamar einn í Ásmundar- gnúpi og mælti svo fyrir, að þeim einum skyldi auðið verða að ná þeim, er ekki ljeti skirast og ekki hefði alist á öðru, hin fyrstu 12 aldursárin, en á kaplamjólk og hrossakjöti. En engum hefur auðnast að ná þeim til þessa. — Þeir Ásmundur höfðu mikla ást á Vatnsdal, og eru þeir ármenn eða bjargvættir dalsins. Einhvern harðindavetur heyrðu menn þá vera að kallast á, og voru þeir þá að ráðgera að refta yfir dalinn, svo snjór fjelli aldrei í hann, en sú ráðagerð fórst fyrir, því að þeim þótti dalurinn verða ófegri, ef sól næði eigi að skína í hann«. Suður af Vatnsdal taka vlð heiðar og afrjettar- lönd, er heita Grímstunguheiði og Kvíslar. Þarna gengur sauðfje og stóðhross sjálfala á sumrum. Haglendi er þar víða mjög gott og gróður mik- ill, sem niður í bygð. Dæmi eru til, að sauð- kindur, og jafnvel hross, hafi gengið þarna úti allan veturinn. Þarna eru ágæt skilyrði fyrir hreindýr og elgi, ef þangað væru flutt. Afdrif sauðnautanna hjer á landi hefðu ekki orðið eins ömurleg og raun varð á, ef þeim hefði verið komið fyrir á heiðum þessum, strax eftir að þau voru flutt hjer á land. Upp á heiðarnar var farið til grasa, meðan sá siður tíðkaðist, og þá um leið rifið hrís og veiddur silungur, því að veiðivötn eru til og frá um alt þetta svæði. Er því afrjetturinn notasælt forðabúr Vatnsdæla. Yfir Grímstunguheiði liggur vegur úr Vatns- dal og suður í Hvítársíðu. Var talið að 24 klst. lestagangur væri yfir heiðina, milli bæja. Vegur þessi var mjög tíðfarinn áður fyr, en er nú að mestu af lagður. Undirlendi i Vatnsdal er jafnbreitt og reglu- legt, og víðast hvar marflatt. Framantil um miðjan dalinn eru samt nokkrir háir melar, er nefnast Hofsmelar, Kötlustaðamelar og Ásmelar, eftir samnefndum bæjum. Flestir eru þeir flatir að ofan. Fyrir norðan þá er dalurinn nálega allur samanhangandi flæðiengi. Vatnsdalsá rennur í mörgum bugðum eftir miðjum dalnum. Hún er samsafn úr mörgum kvislum og lækjum, sem koma ofan af hálend- inu. Helstar þeírra eru Friðmundará, Álka (Álpta- skálará), Tunguá og Kornsá. Flestar hafa árnar skorið niður djúp gljúfur og gil, þar sem þær falla ofan í dalinn. Norðan til er áin lygn og djúp. Á vorin í leysingum hleypur í hana vöxt- ur. Flæðir hún þá yfir allan lágdalinn ulan til, litur hann þá út eins og stöðuvatn. Þegar áin minkar og vatnið fjarar út, skilur það eftir mik- inn og góðan áburð á engjarnar. Að þessu leyti er Vatnsdalsá svipuð ánni Níl. En menn þurfa hjer ekki að sá í leirinn, eins og gert er á Egyptalandi. Náltúran tekur af þeim ómakið og annast sjálf um ræktunina. Jurtaræturnar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.