Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 38

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 38
38 ÓÐINN Þegar jeg færi þessa hugsun á pappírinn, skín sólin inn til mín björt og blíð. Hún minnir mig á, að viðfangsefni mitt sje um vermandi sól þessa lífs: kæileikann, já, meira en hann: ást- ina, sem er sterkasta aflið í lífinu, meðal manna og dýra. En þó er það eigi hin dutlungasama, eigingjarna og afbrýðissama ást, sem vjer þekkj- um úr mannlífinu — líka jafnvel meðal dýr- anna — sem hjer um ræðir. Það er eigi sú ást, sem bruggar vjelráð, til að leggja líf annara í rúst, ekki sú ást, sem nýtur á annara kostnað. Nei, það er sú ást, sem fórnar og verndar, þ.e. móðurástin. Og það, sem gefur benni enn þá meira gildi, að mínum dómi, gerir bana enn þá veglegri og dýrðlegri, er það, að hún nær út yfir mannlífið, að hún er jafnvel engu ófeg- urri utan þess en innan. Vjer höfum víst öll einhverntíma á æfinni fundið fuglshreiður, að minsta kosti er vjer vor- um börn á smalaþúfunni. Upp í mörgum af oss kann þá, ef til vill, að hafa komið ágirndin, rándýrið, að »ræna fuglinn«. En er vjer kom- um til vits og ára, tökum vjer að iðrast eftir, að hafa unnið það verk. Við vaxandi þroska tök- um vjer að skilja hvað er að baki þessu vitur- lega lagaða, litla hreiðri. Vjer sjáum, að það er vit, umhyggja og óumræðilega mikil fórn, sem liggur að baki eins vel gerðs hreiðurs; vjer sjá- um þessa haglega gerðu öskjumyndun, úr strá- unum, sem viðað er að, hvernig þau liggja öll í reglu og röð, hvernig þau vinna að því, að búa sem best skjól þessu elskaða afkvæmi — eða afkvæmum —, sem þar eiga að líta Ijós dagsins. Nú er slíkur aðbúnaður orðinn í mín- um augum einn af helgidómum hinnar hreinu ástar. Enda mun mig hafa órað fyrir þessu þegar í æsku, því að um fermingaraldur strengdi jeg þess heit, að ræna aldrei hinn saklausa og frjálsa loftbúa; það heit hef jeg efnt. — Það kann að hafa verið yfirbót fyrir eitt hryðjuverk, sem jeg vann gegn foreldra-ástinni á þessu sviði í sesku minni, og langar mig til að segja yður þá raunasögu. Það var á fögru vorkvöldi, að jeg var að smala; það var vist naumlega liðinn sauðburður. Jeg var á ferð í stórri og víðáttu- mikilli mýri, sem heitir Hælsmýri. Eitt kjóa- grey sótti þá að mjer af mikilli frekju. Jeg vissi ekki hvort mjer þóttu agalegri útþandir vængir hans, er hann steypti sjer niður yfir mig, eða lappirnar, sem spertust eins og súlur undir hengibrú. Jeg var í geðshræringu, í senn hrædd- ur við kjóann, en um Ieið i hefndar- og hern- aðarhug. Jeg hafði tág eina í hendinni, sem var í sverara lagi í annan endann. Jeg tek með hægri hendi í hinn mjórri enda tágarinnar, held henni að baki mjer, þannig, að vera viðbúinn að reiða lil höggs, sperrist nú mjög fattur og einbeittur að miða á kjóa, er hann hefji næstu atrennu, og sjál Er hann hafði difið sjer grimm- úðlega niður að höfði mjer, fauk vængurinn annar jafnskjótt af honum, mig minnir að það væri hægri vængurinn, og veslings dýrið fjell til jarðar, og teygði upp skjáina í örvæntingu — og auðvitað kvöl. Tágar-hnúturinn hafði dugað — °g jeg var sigurvegari! Ekki hafði jeg hug nje hjarta — nje mannúð — til að gera út af við kjóa, heldur skildi hann eftir svona á sig kominn í mýrinni. En hitt var vist, að jeg þótt- ist maður að meirí þetta kvöld, eftir sigurinn, og mun á eftir hafa gengið í hvatara lagi við smalamenskuna um kvöldið. Þetta dýr var að vernda það, sem það elsk- aði, eins og geitin fræga, sem jeg las yður um. Að baki baráttu beggja var sama aflið: ástin. Munurinn að eins sá, að í öðru tilfellinu var hún viturleg og vígdjörf, í hinu tilfellinu óvitur- leg og ástæðulaus. Þess vegna beið hin síðar- nefnda ósigur, hin ekki. Þegar vjer lítum í vorn eigin hóp, til þess stigs þróunarinnar, sem nefnt er mannlíf, þá komum vjer auga á þetta sama afl, þetta vak- andi, starfandi afl, þetta líðandi, fórnfúsa afl, sem heitir: móðurást. Oss er eigi unt að skýra það, það er svo víðfemt og djúpt; og það er svo heitt, að það er sem vjer brennum oss á því, að snerta það. En samt þekkjum vjer það öll í líkri mynd. Það er að segja, vjer höfum flest eða öll reynslu fyrir verkunum þess. Vjer höf- um flest eða öll verið í líkum sporum og grá- svarta hafurkiðið. Vjer höfum verið vernduð af hinni dásamlegu móðurást. Vjer höfum verið lögð að brjósti; vjer höfum notið yls við það sama brjóst, og vjer höfum fundið hjarta slá bak við það, þó vjer skildum það ekki þá. Oss hefur verið gætt frá falli og meiðslum — oss hefur verið gætt fyrir valdi óvinarins — hinu illa. Vjer höfum verið í faðmi móðurinnar, ornað ungum sálum vorum við hinn heilaga eld móð- urástarinnar. Fyrir því höfum vjer án efa flest eða öll dýrmæta reynslu, að móðurhjartað, móð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.