Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 49

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 49
Æfiágrip Jóns biskups Árnasonar. Eptir Gríin Tliomsen* 1 2 3. pað hefir síðan ísland komst undir konung, verið ein- kennilegt fyrir sögu landsins, að biskupar vorir hafa yfir höfuð haldið taum landsbúa gegn hinu útlenda og verzlega valdi. f>ví þótt þeir jafnframt hafi eflt klerk- dóminn, hafa þeir alt að einu allflestir unnað íslenzkum bókmentum, íslenzkri uppfræðslu og íslenzku þjóðerni. Meðal þeirra biskupa, sem bezt hafa gengið fram í þessa stefnu í nýjum sið, eru: Guðbrandur, Oddur Ein- arsson, Brynjólfur Sveinsson, og, þótt hann væri ekki þeirrajafni að sálargáfum, en fyllilega að tápi og festu, Jón biskup Árnason, fæddur 1665 að Alviðru í Dýrafirði, sonur Árnaprests í Dýrafjarðarþingum Loptssonar, Péturssonar, Lopts- sonar, Ormssonar, Loptssonar hins ríka, og Álfheiðar Sigmundardóttur. Föðurmóðir Jóns biskups var jjórunn Bjarnadóttir, Björnssonar, Jónssonar biskups Arasonar. Hann lærði fyrst í heimaskóla hjá föður sínum og því næst í Skálholtsskóla hjá Olafi skólameistara Jónssyni, Böðvarssonar prests í Reykholti, afabróður Finns bisk- ups. Til Kaupmannahafnarháskóla sigldi Jón Árnason 1690, tók þar lærdómspróf í guðfræði með annari ein- *) Við æfiágrip þetta helir höfundurinn haft hliðsjón af: 1. Finni Johannæi historia ecclesiastica Islandiæ; 2. Bréfum Jóns biskups Arnasonar til Arna prófessors Magnússonar; 3. Handriti Daða Níelssonar. Timarit hins íslenzka Bókmentafélags. I. 4

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.