Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Síða 2
2
efnin og helst í bróðerni, en með fullri alvöru og
svo, að maður haldi til fulls við hvern sem er; svo
vildi jeg helst hafa orðað það. Aldrei hefur mjer
dottið í hug, að mínar skoðanir væru algildar og ó-
mótmælanlegar, einkum þegar um það mál er að gera,
sem hjer um ræðir; og jeg þekki altof vel þær
mörgu og mismunandi skoðanir, sem bæði fyr og
síðar og alt fram á þenna dag hafa verið í ljós
látnar, til þess að jeg geti ætlað, að jeg hafi kljáð
út um málið, að um það sje ekkert framar að segja.
Það verður líklega svo, — og vildi jeg þó helst geta
spáð öðru og betra —, að gras verði laungu gróið
yfir höfuðsvörðum okkar BMO, áður en það mál,
sem við báðir erum nú að ræða og reyna að skýra
hvor fyrir öðrum og fyrir öllum þeim, sem á okk-
ur vilja hlusta og vorum orðum gaum gefa, verði
með öllu á enda kljáð. Eftir því sem ummálsefnið
er vaxið, má það vera okkur ærin ánægja, ef orð
okkar stuðla að því að skýra það, hvort sem leiks-
lokin verða mjer eða mótsöðumanni mínum í vil.
I öðru lagi þakka jeg BMO fyrir það, hve laus
ritgjörð hans er við persónulega áreitni og hógvær-
lega og vísindamannslega rituð. Enda var slikur
ritháttur lika eina skilyrðið fyrir því, að jeg leiddi
ekki hest minn frá því að eiga umræðu við hann
eða hvern annan, sem vera skyldi; þegar um vis-
indaleg málefni er að ræða, eiga andlegar barsmíð-
ar og brígslyrði og alt þar fram eftir götunum sjer
eingan stað; í stað þess að gagna gerir slíkt ekki
annað en spilla fyrir; ef slíkri aðferð er beitt við
mig, fer jeg mina leið i burt. Öll ritgjörð BMÓ
sýnir, að honum er mest um málið að gera, og
hann hefði þess vegna eiugan veginn þurft að
taka það sjerstaklcga fram (á bls. 3), að hann vilji