Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 5

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 5
5 fram útdráttur úr því, sem segir við hvert kvæði um aldur þess. Að það sje ekki alt »óyggjandi«, sem jeg þykist geta sagt eðaráðið um aldur hvers kvæðis, hef jeg aldregi lagt dul á; það er sumt af þvi, eins og við er að búast, byggt á samanburði við önnur kvæði og mart dregið til, sem BMO kann að þykja lítils virði, en tóman handahófsreikning og hugsmíð hefur einginn leyfi til að kalla það; þessi tafla er annars eitthvað það s í ð a s t a, sem ritað var af öllu fysta bindinu. Það var alt fullbúið til prentunar, áður en fysta síðan var prentletruð. Jeg er nú búinn með »persónulegheitin« og sný mjer nú að því, sem er og á að vera mergurinn málsins og meiningin orðanna. í’yst af öllu verð jeg að geta þess, að jeg get ekki hjer farið út i alt, sem BMÓ tekur fram, það yrði of þreytandi fyrir lesendurna og of upp- tuggulegt; enda þarf þess heldur ekki; jeg get falið mjög mart í vörn minni með því blátt áfram að skýra frá þeirri a ð f e r ð, sem jeg hef fyigt í rann- sókn minni um heimili Eddukvæðanna. Fyrir 20—30 árum var háð ailmikil rimma um aldur og heimili Eddukvæðanna; það þekkir BMÓ eins vel og jeg. Mönnum kom ekki saman; bæði Danir og Norðmenn, Svíar og Þjóðværjar lögðu orð í belg. Þvi verður ekki neitað, að sumir af þeim, sem rituðu þá, fóru helsti mikið eftir t i 1- finningum sínum og þvi, sem þeir vildu að væri eða hefði verið; þeir komu því ekki fram sem úhlutdrægir dómarar, og málið hafði eiginlega ekki mikið gagn af þvi. Það var fyst nokkru seinna (um 1880), að málfræðin var komin svo lángt

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.