Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 9
9
Það er þessi meginsannleikur, sem jeg hef fylgt
íifdráttarlaust í dómum mínum um heimili Eddu-
kvæðanna. Jeg hef tínt saman alt einkennilegt,
sem mjer fanst geta komið til greina, og spurt: er
þetta n o r s k t eða í s 1 e n s k t (um annað en þetta
tvent getur ekki verið að ræða; þar um erum við
BMO samdóma). Svarið hefur nær ætíð verið:
n o r s k t. Það er segin-saga, að íslenskri náttúru,
eða því sem er eða geti verið s j e r s t a k 1 e g a ís-
lenskt, bregður hvergi nokkurstaðar fyrir 1 neinu
kvæði1.
Það er svo sem auðvitað, að þar kemur ýmis-
legt fram, sem getur verið og er b æ ð i norskt og
íslenskt; slikt er með öllu þýðingarlaust við þær
rannsóknir, sem hjer ræðir um, og verður að sleppa
með öllu, og jeg held, að mjer hafi tekist að mestu
eða öllu, að skilja alt slíkt frá. Sjerstaklega vil jeg
nefna hjer til orðatiltæki og málsháttu, sem vitan-
lega geymast öld eftir öld, þótt það sje laungu lið-
ið undir lok, sem þeir era runnir af; mjer dettur t.
d. ekki í hug að skilja orðin: ok er mér fangs ván |
af frekum ulfi (Reginsm. 13) svo sem þau votti
norskan uppruna kvæðisins, og svo er um mart
fleira. Því merkilegra tel jeg setningar allar og
samlíkingar, sem eru beinlinis gripnar út úr nátt-
úrunni: »sem skyli haltr henda | hrein í þáfjalli«;
»sem fyr ulfi | óðar rynni | geitr af fjalli | geiska-
fullar«; »er á asklimum | ernir sitja»; »ok bjarg-
skorar j brattar klífa, | hafa þér í hendi | heslikylfu«,
1) Að hveralundr í Yöluspá (bls. 101) sje sjerstaklega
islenskt er ómögulegt að segja nje sanna; þvílík orðasam-
«etning er nauða-óíslensk, ef hverr er = nvellandi brenni-
steinshver«