Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 33
33
Þá kemur að lyktum hið síðasta meginatriðið,
«grænlensku» kvæðin (bls. 104—22).
Eiginlega hafði jeg sist af öllu vænt sterkra
mótmæla frá löndum mínum um þetta atriði, en
það gerir nú minna til.
Svo er mál með vexti, að eitt af hetjukvæðun-
um er kallað í hdr. Atlamál en grænlensku
og er einginn vafi á, að kvæðið sje grænlenskt að
uppruna (sjá hjer að framan bls. 11—12), og um
það erum við BMO alveg á eitt mál sáttir* 1. Ur því
að það er nú víst, að eitt af kvæðunum er græn-
lenskt, þá er það ekki að eins rjett hugsun, heldur
og vísindaleg skylda manns að vekja þá spurníngu:.
eru ekki fieiri af þessurn kvæðum sveitúngar, eða
geta ekki fleiri verið það ? Það er þessi spurn-
íng, sem jeg hef gert mjer sjálfum, og án þess að.
hafa nokkura hugsun á því, hver niðurstaðan og
svarið yrði, eða neinn vilja á því að fá annað en
já eða nei, ef svo vildi verkast, komst jeg eptir
margíhugaða og ítrekaða rannsókn að því, að að
minsta kosti 4 önnur kvæði (BMÓ bls. 108) væru
ort á Grænlandi (Helreið Brynhildar get jeg ekk-
ert sagt um með frekari vissu nú en þá, og tel
það ekki hjer með). Það er auðvitað, að þetta er
tilgátu-skoðun, en hún er eingan veginn ósennileg.
BMO hefur gefið stutt ágrip af því, sem jeg hef tek-
ið fram (bls. 101) og visa jeg til þess. Öll þessi
kvæði (að minsta kosti Atlamál, Oddr. grátr, Goðr.,
sje lýsíng á framtiðinni; en sú lýsíng er eftir minni skoðun
einmitt gripin út úr höfundarins samtið; hann heimfærði upp á
hina síðustu og vestu tíma, það sem hann vissi vest frá sín-
um tíma; og gat ekkert verið eðlilegra en það.
1) Atlakviðu sleppi jeg alveg í þessu máli; það kvæðii
getur ekki verið grænlenskt.
3