Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Síða 39
89
er eingin «skoðun», sem þar sje í ljós látin, eða
valla). «Helreið» byrjar ekki svo, enda hef jeg
sjálfur ekki talið hana með vissu til þessa flokks
(sbmr. aðofans.33). I sjálfu sjer geta þess kon-
ar upphöf verið eins íslensk sem grænlensk — því
neitar einginn —, en þegar þessi sjerstaki kvæða-
flokkur — sem að öðru leyti er svo samkynja —
hefur einmitt lika byrjun og þar á meðal AtlamáL
en grænlensku, þá er það ekki ósennilegt,
að þessi kvæðaupphöf sje vottur um sameiginlegan
uppruna, og annað hef jeg ekki sagt.
BMO klykkir út með því að segja, að «sterk-
asta röksemdin» gegn mjer sje »þögnKonúngsbókar
um grænlenskan uppruna kvæðanna*. Þessu mót-
mæli jeg með öllu; «þögn Konúngsbókar* um þetta
atriði væri því að eins röksemd, að hún segðifrá,
hvar flest hin kvæðin væru til orðin. En hún
gerir það að eins við Atlamál (og Atlakviðu ráng-
lega), með öðrum orðum, «þögnin» verður alveg
þýðíngarlaus, verður ekki einu sinni röksemd,hvað
þá heldur «hin sterkasta».
Samkvæmt framanskrifuðum athugasemdum get
jeg ekki tekið aptur neitt af þvi, sem jeg hef skrif-
að um heimili Eddukvæðanna. Það er svo lángt
frá þvi, að BMO hafl sýnt («vjer höfum sj e ð» osfrv.),
að ástæður mínar «hrökkvi sundur eins og fífukveik-
úr», — enda mætti nú líka fyr vera —, að jeg hef
sýnt, við hve litið mótbárur BMÓ bafa að styðjast.
Jeg hef auðvitað eingar óbilandi san n a ni r fyrir
minu máli — þær eru ekki til —, en jeg geing ekki
duldur þess (og þykir ekkert fyrir að segja það),
að jeg hafl mjög sterkar s en u i leglei k a-ástæður