Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 42

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 42
Svar til drs. Finns Jónssonar frá Birni Magnússini Olsen. Áður en jeg sní mjer að efninu, skal jeg leifa. mjer að setja fram eina eða tvær persónulegar at- hugasemdir, sem ritgjörð FJ. gefur tilefni til. Það er auðsjeð, að FJ. hefur þótt matur i þvf að geta sagt, að jeg hafi áður verið á líkri skoðun og hann. Hin eiginlega vörn hans birjar á þessu og hann víkur aftur að því í enda ritgjörðar sinn- ar. Orð þau, sem hann vitnar til, standa í formála firir útgáfu minni á 3. og 4. stafrofsritgjörðinni f Snorra Eddu, og eru að efninu til rjett þídd af FJ. hjer að framan (á bls. 6). Enn eftir er að vita^ hver matur FJ. verður úr þessu, þegar að er gáð, hvernig á stóð, þegar þessi orð komu á prent. First og fremst er það ekki rjett, sem FJ. gefur f skin, að jeg hafi nokkurn tíma verið á sama máli og hann um það, að Noregur væri vagga Eddu- kvæðanna. Jeg hjelt þá eins og fleiri, að þau væru sameign allra Norðurlanda eða jafnvel sameign allra germanskra þjóða, og því gat mjer vel »brugð- ið f brún« við að sjá það sett fram á prenti árið 1894, að flestöll Eddukvæðin væru ort í Noregi, þó- að skoðun mín frá 1884 hefði verið alveg óbreitt.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.