Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 43

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 43
43 Og í annan stað veit FJ. vel, eða gat að minsta kosti vitað, hvernig á því stendur, að skoðun mín hefur breitst. Hann tekur það sjálfur rjettilega fram bæði hjer að framan og í Lit. bist., hve mikl- um stakkaskiftum allar skoðanir manna A Eddu- kvæðunum tóku um og eftir 1880, þegar málfræðing- arnir höfðu komist að þeirri niðurstöðu, að ekkert þeirra gæti væri eldra enn ura 800. Ritsjörð Hoff- ory’s, sem FJ. segir að best hafi sannað þetta, kom ekki út fir enn 1885,1 eða árið eftir, að orð þau eftir mig, sem FJ. vitnar í, vóru rituð, og gat mjer þvi ekki verið kunnugt um hana. Jeg var þá (1884) enn á hinni eldri skoðun, að öll eða flestöll Eddukvæðin væri eldri enn alt, sem gamalt er, miklu eldri enn bigging Islands, og sjer þá hver heilvita maður, að það gat ekki farið saman að halda, að kvæðin væru eldri enn Islands bigging og þó ort á Islandi. Með öðrum orðum, sú skoðun, sem jeg ljet í ijós um heimkinni Eddukvæðanna árið 1884, stóð og fjell með þeirri skoðun, sem jeg og margir aðrir höfðum um a 1 d u r þeirra. Þetta veit FJ. vel, og mig grunaði ekki, að hann, sem án als efa hefur sannleiksástina firir leiðarstjörnu, mundi vekja upp þessa gömlu, úreltu skoðun mína á móti mjer og geta þess ekki um leið, að grund- völlur sá, sem sú skoðun hvíldi á, hafði raskast. Mjer þikir það engin minkun, heldur miklu fremur sómi, að breita skoðun minni við »æðri og betri þekking«. Jeg var first lengi vel tregur til að trúa því, að Eddukvæðin væru ekki eldri enn þetta. Enn því oftar, sera jeg las þau, og því rækilegar, sem jeg hugsaði um þau og bar þau saman hvort 1) Sbr. Lit. hist. I, 41.—42. bls.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.