Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 51
51
viljað hrinda henni raeð því, að það sje vist, að ís-
lendingar hafi varðveitt íms kvæði, sem sjeu upp-
haflega norsk, og þess vegna geti Eddukvæðin vel
verið norsk, þó að þau hafi geirast á íslandi. Hjer
lætur FJ. sjálfur svo lítið að srajúga inn í eina
músarholuna. Að vísu er það satt, að íslendingar
hafa geimt ims norsk kvædi í raunnmælum um lang-
an aldur, þangað tii þau vóru færð í letur, enn það
hefur þá um leið filgt munnmælunum, að kvæðin
væru norsk og meira að segja, hverjir hafi ort þau.
Ef Eddukvæðin eru látin iiggja milli hluta og þau
kvæði frá skilin, sem höfundar eru nafngreindir að,
man jeg ekki neitt dærai þess frá þeim tíma, sem
hjer ræðir um, að Islendingar hafi varðveitt neitt
heilt kvæði eða kvæðisbrot, sem segja megi með
fuliri vissu, að sje eftir Norðmann, því að það er
alveg óvíst, hvort Eiríksmál eru ort af Norðmanni
eða Islendingi eða ef til vill Vestmanni, þó að FJ.
fullirði að það kvæði sje norskt1. Röksemd FJ.
firir þvi, að það sje ekkert að marka, þó að íslend-
ingar hafi einir varðveitt öll Eddukvæðin enn Norð-
menn ekkert þeirra, er því harla lítils virði. Hjer
við bætist, að sá maður, sem safnaði Eddukvæðun-
um, hefur tilgreint það um tvö þeirra, að þau væru
(ekki íslensk, heldurj grænlensk. Af þessu virðist
þó liggja næst að álikta, að hann hafi skoðað öll
hin kvæðin sem íslensk. Eða hvað gat honum geng-
ið til að þegja fremur yfir eignarrjetti Norðmanna enn
Grænlendinga til kvæðanna? Einmitt það, að tvö af
kvæðunúm eru með rjettu eignuð Grænlendingum, er
öflug röksemd firir því, að hin muni flest eða öll
vera orðin til á næstu grösum við Grænland, eða með
1) Lit. hist. I, 458. bls.
4*