Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 56

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 56
56 íngu' eða ,gerði‘, enn þó líka ,umgirt svæði'og bæ, eins og sjest á hinum mörgu sænsku bæjanöfn- um, sem enda á -tuna (Ríetz, Dialektlexikon, undir tun). Hinar sjerstöku ástæður til þess, að þíðing orðsins (tún) breittist á íslandi, virðast hafa verið þær, sem nú skal greina. Upphaflega þiddi orðið að eins girðingu (sbr. zaun á þísku), og það er eng- in ástæða til að halda, að sú þiðing hafi verið gleimd á landnámsöldinni. í Noregi var það siður að hafa skíðgarða kring um bæjarhúsin (sjá Valt. Guðmunds- son: Privatboligen pá Island 256. bls.) og þar af er dregin hin norska þíðing orðsins. Á fslandi þótti mönnum óþarft og dírt að girða sjálf bæjarhúsin, enn aftur nauðsynlegt að hafa garð í kring um völl- inn til að verja skepnum. Það var þvi eðlilegt, að hið girta svæði kring um bæjarhúsin fengi hjer nafnið tún. Það er því fullkomin ástæða til að balda, að orðin bœr og tún hafi skift um þíðingu á íslandi mjög snemma á öldum. Enn í hvaða þíðingu eru nú þessi orð höfð í Eddukvæðunum? Orðið bœr kemur oft firir og alstaðar í íslensku þíðingunni, enn jeg legg satt að segja ekki neina áherslu á það^ af því að það virðist einnig stundum vera haft í þeirri þíðingu í norskum ritum. Tún er sömuleiðis alltítt og virðist alstaðar vera haft í ís- lensku þíðingunni. í Völuspá 8. er. segir svo^ þar sem líst er lífi Ása í árdaga: Tefldu í túni teitir váru, var þeim vettugis vant ór gulli. Og seint í kvæðinu, eftir ragna rök, þegar jörðin er komin upp iðgræn úr ægi, og Æsir hafa fundist á Iðavelli, segir völvan í 61. er.:

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.