Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 59
59
snúum aptur að Völuspá, þá sjáum vjer, að það er
-ekkí eitt heldur mart í kvæðinu sjálfu, sem bendir
til, að það sje íslenskt. Þetta alt fer í sömu átt og
það, að kvæðið er fært i letur á Islandi, og að
hvorki Konungsbók nje Hauksbók geta þess, að það
sje útlent, og má því telja eigi að eins sennilegt,
lieldur jafnvel vist, að kvæðið sje ort á Islandi. Og
sama er að segja um Vafþrúðnismál og Goðrúnar-
kviðu hina fornu, þar sem orðið tún kemur firir í
íslenskri þíðingu.
Af dæmum þeim, sem nú hef jeg tínt úr Völu-
spá og öðrum kvæðum, um það, að orð komi firir i
sjerstakri islenskri þíðingu, vona jeg, að það sje
ljóst, hvað jeg átti við, þegar jeg sagði i ritgjörð
minni í firra, að málið á Eddukvæðunum sje ekki
’þíðingarlaust firir þá spurningu, sem hjer ræðir um,
vog að hinn rammíslenski blær á málinu síni og sanni,
að kvæðin sjeu íslensk. Mjer hefur aldrei komið til
hugar að neita því, að málið í Noregi og á Islandi
hafi verið hið sama á landnámsöldinni og framan
af 10. öldinni. Jeg hef þvert á móti tekið það fram
gagnvart FJ. í ritgjörð minni í firra, að landnáms-
mennirnir íslensku hafi flntt með sjerúrNoregi allan
hinn norska orðaforða2. Það er því alveg ástæðu-
laust af mínum heiðraða mótstöðumanni að »man a«(!)
'Goðrkv. I, 22. er.:
Opt vas í túni
teiti rneiri,
þd es minn Sigurðr
söðlaði Grana.
'Og H. H. I, 48. er.:
mœttu þeir tiggja
í tunhliði
2) Tímar. XV, 35. bls.