Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 66

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 66
66 Iiesta, naut, geitur og svín o. s. frv., o. s. frv. FJ. segir víst, að alt þetta sje ekki sjerstaklega ís- lenskt, heldur líka norskt, og það er satt. Hann leggur raikla áherslu á það, að i Eddukvæðunum komi hvergi neitt firir, sem sje sjerstakt firir Island, enn ekki til í Noregi, og að alt af, þar sem eitthvað sjerstakt komi firir, þá sje það sjerstakt firir Noreg enn ekki firir ísland. Hjer kemur það berlega í ljós, að það er ekki satt, sem hann segir, að hann skoði málið óvilhalt frá báðum hliðum, eða standi með annan fótinn á Heklutindi enn hinn á Dofra- fjalli líkt og risinn ifir hafnarminnið í Rhodos. Hann stendur að vísu með annan fótinn á Dofrafjalli, enn hinn — nær ekki út ifir skerjagarðinn norska. Hefur hann nokkurn tíma hugsað um, hvað i náttúrunnar ríki er sjerstakt firir ísland og ekki til í Noregi? Hann veit þó víst, að náttúra Noregs er miklu auðugri og fjölskrúðugri að tegundum enn náttúra Islands. Hvítabjörninn kemur stöku sinnum hingað; hann mun varla koma firir í Noregi, enn þar er nftur viðbjörninn. Þegar þetta er frá skilið, þá er varla það ti]. í díraríkinu eða plönturíkinu hjer á landi, að minsta kosti sem nokkuð ber á, að það sje ekki líka til í Noregi. Jeg hef borið þetta mál undir dr. Þorvald Thóroddsen, og kveðst hann vera mjer alveg samdóma um það, að öll íslensk dír og plöntur, sem ætlast má til að fornmenn hafi þekt, sjeu sameiginleg firir Island og Noreg, þegar hvítabjörninn sje undan skil- inn. Hvernig getur þá FJ. ætlast til, að nokkur planta eða dír, sem sje sjerstaklega einkennilegt firir ísland, komi firir I Eddukvæðunum, þegar slíkt er ekki til? Hann kemur hjer með eitt dæmi, sem sínir ljóslega, hversu einstrengingslega hann hefur

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.