Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 73

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 73
73 íisnir vóru tornmenn eigi síður enn vjer. Enn þær Geirríður og Þóra sitja einmitt úti til að laða g e s t i, auðvitað þar sem hæst bar á (á bæjarhóln- 'um= á haugi) og þær gátu best sjeð mannaferðir, og sje jeg þá ekki, hver munur er á »stólsetu« þeirra og »haugsetu« annara. Svo situr Þrymr á haugi og tekur á móti Loka, þegar hann kemur í jötunheima, og hirðirinn situr á haugi firir utan Gymis garða og tekur á móti Skírni, þegar hann kemur að vitja Gerðar. Þó að hvorugur þessara veiti gesti sinum blíð atlot, þá er það ekki að marka, því að gestrisnin var ekki á háu stigi í jötunheimum, enn þó lætur Gerðr ambátt sína þeg- ar bjóða Skírni inn, er hún veit, að hann er kominn. Um hinar »almennu ástæður« FJ. get jeg verið fáorður, og það því fremur sem hann játar nú sjálf- ■ur, að »ef ekkert væri annað að halda sjer við en þær, væri það hæpið að niðurstaða sín (o: FJ.) væri rjett«. Jeg skal að eins taka fram fá atriði. FJ. hefur ekki fært neinar sönnur á það, að skilirðin firir þvi, að slíkur kveðskapur sem Eddukvæðin irði til, hafi verið betri í Noregi enn á Tslandi. Hann hafði haldið því fram, að skáldskapur (»skjaldedigtning«) hefði eigi birjað á íslandi fir enn um 950, og því væri ólíklegt, að Eddukvæðin hefðu verið ort þar1. Enn jeg benti honum á, að hann hefði »gleimt Eigli ■Skallagrímssini«! Nú leiðrjettir hann þetta þannig (á 16. bls.), að »hirðskáldskapur íslendinga hafi ekki birjað fir enn um 950«, og segir, að Egill hafi aldrei verið hirðskáld. Eins og það geri nokkuð til í þessu máli! Eddukvæðin eru ekki hirðskáldskapur, og liirðskáldskapur er ekkert skilirði firir því, að þau geti orðið til. Þó ekki væri nema Egill einn, 1) Lit. Hist. I, 63. bls.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.