Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 75

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 75
75 aJt austr til landsenda«. Besta sönnunin firir því, að ok Haralds haíi legið þungt á mönnura, eru hin- ir miklu útflutningar. Eða heldr FJ., að menn hafl gert það að gamni sínu að flíja eignir og óðöl? Snorri segir, að stór eiðilönd hafi bigst af útflutning- unum, Jamtaland og Helsingjaland að mestu, Fær- eijar og Island, og að mikil ferð hafi verið til Hjalt- lands. Og Ari fróði segir, að Haraldr hafi bannað Norðmönnum að fara til Islands, »af þvi at hánum þótti landauðn nema«x. FJ. segir, að »margir stór- bokkar« hafl flúið land — það eru landnámsmenn- irnir, forfeður vorir, sem hann á við — enn sann- leikurinn er víst sá, að af þeim, sem nokkuð áttu undir sjer, flíðu flestir, enn sumir gerðust verkfærí í hendi konungs til að kúga landa sína, og auraingj- amir, sem ekki gátu farið, sátu heima, og þeir vóru auðvitað allur þorri landsbúa. Sögur vorar geta þess oft, að sá og sá hafi farið til Islands »fyr- ir ofriki HaraJds Tconungs hins hárfagra« eða því um líkt. Svo segir Landnáma t. d. um Þórólf mostrar- skegg, Geirmund heljarskinh, Örn, frænda Geirmund- ar, Dýra, Örlyg Böðvarsson, Bálka Blæingsson, Álf egðska1 2 o. fl. Enu þessir menn hafa auðvitað allir verið »stórbokkar«. Um trúarlíf manna á 10. öldinni skírskota jeg til hinnar flrri ritgjörðar minnar, þar sem jeg hef leitt rök að því, að trúleisi hafl ekki verið al- mennara á Islandi enn í Noregi, og sjerstaklega held jeg því fram, að sagan um siðaskiftin árið 1000 sanni ekki, að alþiða manna á Islandi hafi verið trúlausari enn í Noregi. Þeirn sem furða sig á, hve 1) Hkr. Har. hárf. 20. k. íslbk. 1. k. 2) Landn. 1843, 96, 122, 139,—140., 143., 155., 160(nmgr.l), og 318. bls.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.