Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Síða 80
80
Þar lcemr inni dimmi
dreki fljúgandi
naðr fránn neðan
frá Niðafjöllum,
berr í fjöðrum —
flýgr völl yfir —
Niðhöggr nái.
Nú mon hon sekkvaslc.
Ef menn skoða þessa vísu sem niðurlag á spádómn-,
um um ragnarök og endurfæðingu heimsins, eins og
Mullenhoff og FJ. hafa gert, þá er hún alveg óskil-
janleg. Hið vonda erhorfið (»böls mon alls batna«,
62. er.) og ekki til nema »dyggvar dróttir« (64.
er.). Hinn ríki er kominn að regindómi (65. er.)..
Hvað á þá Niðhöggr að gera með náina? Þeir
Miillenhoff breita hon í hann, og segir FJ. að völv-
an taki hjer enn einu sinni fram sigur hins góða
iíir hinu illa1. Enn það var óþarfi. Það var búið.
að gera það áður. Aftur á móti verður alt ljóst, ef-
vjer hugsum oss, að spádómurinn um hið ókomna
sje á enda með 65. erindinu, og að völvan i 66. er.
hverfi aftur að nútímanum. Nádrekinn Niðhöggr er
tvisvar nefndur áður i kvæðinu, first þar sem talað,,
er um nútíðina í 39. er.:
þar sýgr Niðhöggr
nái fram gengna
og síðar í spádómnum um hið ókomna, þar sem»,
sagt er frá undirbúningnum undir ragna rökK
í 50. er.:
slitr nái Niðfölv,
Naglfar losnar.
Sá Niðfölr, sem hjer er nefndur getur ekki verið
1) Lit. hist. I, 128. bls. Sbr. Miillenhoff, Deutsche Alter-
tumskunde V. 36.—37.