Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 86
86
allur af vilja gerður, get jeg ekki með neinu móti
skilið, að nokkuð hugrænt sje í upphafi Atlamála:
»frétt hefr pld ófó«l o. s. frv., eða að það sje »skálds-
ins eigið mál« framar enn annað í kvæðinu, eða að
»maður finni höfundinn í þessum orðum eða á bak
við þau« framar enn í öðrum orðum kvæðisins.
Þetta, að almenningur hafi »frjett« um viðureign
Atla og Gjúkunga, er hlutrænn (objektiv) viðburður
(factum), sem höfundurinn segir frá, eins og hverj-
um öðrum viðburði í kvæðinu. Merkilegt er, að lík
hugsun kemur firir hjá Illuga Brindælaskáldi, sem
þó eflaust hefur verið Islendingur, þar sem hann
einmitt stælir kvæði sitt eptir sögu Atla og Gjúk-
unga:
y>mágum heim, semfrdgum,
sonr Buðla bauð sínum«2.
FJ. játar nú og, að upphöfin á hinurn »grænlensku«
kvæðum »geti verið eins íslensk sem grænlensk«.
Þau kvæði, sem FJ. telur ortáíslandiá 12. öld,
eru svo fá og ómerkileg, að þau eru ekki teljandi.
Jeg spurði því ekki ófirirsinju um það, hvort nokk-
ur dæmi væru til þess, að nokkur þjóð hefði að eins
tekið við og geimt kveðskap annarar þjóðar, enn
ekki skapað neitt líkt sjálf, og uin sama spir jeg
enn. FJ. hefur ekki svarað þessari spurningu.
Jeg fæ því ekki betur sjeð, enn að FJ. hafi
ekki einu sinni tekist að gera það sennilegt, auk
heldur að sanna það, að nokkurt eitt einasta af
Eddukvæðunum sje ort í Noregi, eða að nokkurt
þeirra sje ort á Grænlandi, þegar frá eru skilin
Atlamál og Atlakviða. Jeg verð því eptir sem áður
1) Svo á eflaust að lesa enn ekki ófo', sjá ritgjörð mina
í flrra á 121. bls.
2) Hkr. Har. harðr. 5. k., 2. er.