Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Síða 92
92
löglærður, skyldi ekki geta orðið því samþykkur^
Jón lærði segir hvergi, að séra Jón Grimsson hafi
tekið »hvað er hann vildi af Spánverjum nálega
óviljugum«. Hann minnist hvergi á að séra Jón og
Ari bóndi hafi verið »mestu illmenni«. Hann tekur
þvert á móti fram, að bæði séra Jón og Ari hafi
viljað gefa sumum af Spánverjum lif, en ekki feingið'
því ráðið fyrir liðinu. Jón lærði nefnir ekki á nafn<
í þætti sínum, að Ari hafi verið fjölkunnugur, því.
síður »hinn fjölkunnugasti maður«', og því fer svo
fjarri að Jón tali í þá áttina að galdraveður hafi:
brotið skip Spánverja, að það voru einmitt Islend-
íngar, sem brugðu Spánverjum um galdra, bæði eptir
því sem Jón lærði segir sjálfur og séra Olafur á
Söndum (sbr. »Spönsku visur« 38. og 54. er.) svo
það hlýtur að vera áreiðanlegt.
Jón Espólin hefir farið svo fljótfærnislega, svo
að eg hafi vægt orð við, með frásögn Jóns lærða,.
að honum fórst alls ekki að væna hann lygi, en
hann hefir ekki getað stilt sig um að veita honum
einhverjar átölur, segja eitthvað ilt um hann, úr því
hann mintist á hann. Það litur svo út sem hann
hafi beinlinis haft haturáhonum, því hvar sem Jórv
lærði er nefndur í Árbókunum, og það er nokkuð^
víða, er hnýtt í hann, jafnvel í registrinu. Það er
merkilegt að jafnvitur maður og Jón Espólín var
skyldi ekki geta látið Jón lærða njóta sannmælis.
Hann var að visu hjátrúarfullur, en hver var ekki
hjátrúarfullur á 17. öld? Á hinn bóginn var Jórx
Guðmundsson manna lesnastur og fjölfróðastur á.
sínum tiraum og liklega góður dreingur. Eg ræð<
1) Jón lærði kvað þó telja Ara göldróttan í æfldrápu
sinni Fjölmóði. (Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, bls. XII.).