Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Page 2

Eimreiðin - 01.01.1906, Page 2
2 — Hann týndist ei við fár né víkings-ferðir — Að kaupa’ ei frið við samvizkuna’ að selja! Og sé um rétt og konungs-hylli’ að velja, Að svara hátt, en hættuna ei telja: »Eg ann þér, maður, met þig dreng og kappa! F.n málstað þínum bið ég illra happa.« III. Hver Noregs höfn er bólgin undir-alda Og uggvænust á Norðursænum kalda. í lofti’ er far, þó engar bjarkir bogni, Pví bylur svífur yfir dúna-logni Á Prymsey, Jaðri, Sunnmæri og Sogni, ?ví sær og fjöll í fjörs-umbrotum standa Við framtíð sína' — og allra Norðurlanda. því nágrend spilt er nöpur óláns-rötun, Og náfrænd-vígin ættarboga-glötun, Og sjálfs manns veggur verst ei æ né stendur Gegn voða-eld’, ef nágrannans er brendur — En sveitum bjarga samtaksfljótar hendur. IV. Er tryltir Hjarmar hrakför halda’ að austan, Ver hamingjan um vina-garðinn traustan! ?ó sokknum drekum draugar fleyti’ úr sænum Og dráps-hring slái að ströndinni og bænum, Sig vina sambjörg ver á fáum kænum! Pví þá skal alt á eigin fingur telja, Fyrst Englar, Saxar kaupa nú og selja. Pó fjarða-mynnin blakkir barðar skýi, Og birnir Rússlands skríði’ úr vetrar-hýi, Og Ása-Pór.þó ekið hafi vagni Að útför sinni og Jötunheimur fagni: þeir erfðu hamar hans — þeir Móði’ og Magni, Og vígin hlóðu skagi’ og skerja-tengsli Og skugga-berg og jökuldala-þrengsli,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.