Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Page 5

Eimreiðin - 01.01.1906, Page 5
5 IX. Alt norrænt kveður Noreg heilla-minni, Með nýrri dögun yfir gæfu sinni, Og brýnir kraft að hafa’ í öllum höndum Við hugar-stefnu’ í Norðurálfu-löndum. En friðar-styrkur frjálsra anda og handa Um framtíð ríki’ á kóngs-stól Norðurlanda! Á meðan þjóð-sæmd þrífst og tungur standa. 4. jtílí 1905. Stephan G. Stephansson. Þingeyjarsýsla fyrir og um aldamótin. Eftir Guðmund Friðjónsson, I. Pólitík. Pingeyjarsýsla hefir verið nafntoguð fyrir tvent ein- kanlega, út um landið — að því leyti, sem hún hefir verið nokk- uð nafntoguð. Hún hefir verið á orði fyrir pólitiskan áhuga og félagsanda og fyrir bókmentaáhuga og skáldskap. Pessi orðrómur hefir víst átt við töluverð rök að styðjast. Reyndar þekki ég ekki landsmála-áhugann í hinum sýslunum, nema að því leyti, sem hann kemur í ljós í blöðum og frásögnum. En það er víst, að landsmála-áhuginn hefir fyrri vaknað og vitkast hér í sýslu, heldur en í hinum héruðunum. — En vera má, að nú sé hann orðinn með meiri ellimörkum hér í sýslu en í sumum hinum. Petta er blátt áfram eðlilegt. Skilyrði alls lífs eru þau, að hreyf- ingar og endarnýjungar eigi sér stað. En pólitíska lífið hérna í Pingeyjarsýslu hefir nú um langan aldur verið líkt stöðuvatni, sem hvorki hefir haft uppsprettur né afrás — stöðuvatni, sem aðeins rignir í og gufar úr. 1 þeim vötn- um lifa hvorki laxar né birtingar, heldur eru þar lyrfur einar og smákykkvendi.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.