Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 5
5 IX. Alt norrænt kveður Noreg heilla-minni, Með nýrri dögun yfir gæfu sinni, Og brýnir kraft að hafa’ í öllum höndum Við hugar-stefnu’ í Norðurálfu-löndum. En friðar-styrkur frjálsra anda og handa Um framtíð ríki’ á kóngs-stól Norðurlanda! Á meðan þjóð-sæmd þrífst og tungur standa. 4. jtílí 1905. Stephan G. Stephansson. Þingeyjarsýsla fyrir og um aldamótin. Eftir Guðmund Friðjónsson, I. Pólitík. Pingeyjarsýsla hefir verið nafntoguð fyrir tvent ein- kanlega, út um landið — að því leyti, sem hún hefir verið nokk- uð nafntoguð. Hún hefir verið á orði fyrir pólitiskan áhuga og félagsanda og fyrir bókmentaáhuga og skáldskap. Pessi orðrómur hefir víst átt við töluverð rök að styðjast. Reyndar þekki ég ekki landsmála-áhugann í hinum sýslunum, nema að því leyti, sem hann kemur í ljós í blöðum og frásögnum. En það er víst, að landsmála-áhuginn hefir fyrri vaknað og vitkast hér í sýslu, heldur en í hinum héruðunum. — En vera má, að nú sé hann orðinn með meiri ellimörkum hér í sýslu en í sumum hinum. Petta er blátt áfram eðlilegt. Skilyrði alls lífs eru þau, að hreyf- ingar og endarnýjungar eigi sér stað. En pólitíska lífið hérna í Pingeyjarsýslu hefir nú um langan aldur verið líkt stöðuvatni, sem hvorki hefir haft uppsprettur né afrás — stöðuvatni, sem aðeins rignir í og gufar úr. 1 þeim vötn- um lifa hvorki laxar né birtingar, heldur eru þar lyrfur einar og smákykkvendi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.