Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 6
6
Reyndar hafa landsmála stormarnir hvinið hér í loftinu og
þotið yfir höfðum manna. En sá gnýr hefir varla verið annað en
vábrestir í skýjum himins; því að pólitiskar æsingar hafa engar
farið hér um garða eða hýbýli manna, heldur fyrir ofan þá og
neðan. — Gautlandaflokkurinn hefir haft það tangarhald á sýsl-
unni og traust í hugum manna, að skoðanir hans á landsmálum
hafa verið teknar góðar og gildar í öllum sveitum sýslunnar bæði
í heimahúsum og á mannfundam. IJó að Hallgrímur í Vogum
og Páll Jóakimsson, eða Guðmundur á Sandi hafi stundum mald-
að í móinn, þá hefir það verið virt að vettugi, sem von er, því
að fáir vilja vera í minnihlutanum.
Ég nefndi Gautlandaflokkinn. f*að nafn er nýgervingur minn
og hefi ég valið það fyrir þá sök, að oddvitar landsmálaskoðan-
anna hér í sýslu eru þeir bræður Steingrímur sýslumaður og Pét-
ur Gauti.
Pað er hvorttveggja, að þeir eru ættaðir svo sem bezt má
verða — »eins og allir þeir, sem komnir eru frá Ragnari loð-
brók« — þar sem þeir eru kynkvistir Jóns á Gautlöndum, sem
verið hefir mestur skörungar íslenzkra bænda í seinni tíð, og Skúla
fógeta, annars vegar, en að öðrum þræði eru þeir komnir af séra
Jóni í Reykjahlíð, sem verið hefir einhver kynsælastur maður hér
um slóðir, ljóst og leynt, annar en Barna-Sveinbjörn í Múla, —
enda taka þeir pólitísk strandhögg hér í sýslunni alveg fyrirhafnar-
laust og hafa af hverjum manni, nálega, alt sem þeir vilja í
þeim efnum. — En ólíklegt er að sú kynkvísl sitji hér að völdum
til Ragnaraka og hefi ég þar fyrir mér m. a. orð sýslumannsins
okkar, sem er mjög vel gefinn maður í ýmsar áttir og góður
drengur. Hann sagði í ræðu s. 1. vor á þjóðhátíð Húsvíkinga, að
»allar ættir úrkynjuðust, sem hefðu sérréttindi«. — Petta eru
sérréttindi, einhver hin allra mestu, að vera trúað í blindni, og
ættu Gautarnir okkar Pingeyinga þess vegna að úrkynjast úr þessu.
Úrkynjaðir menn eru ættlerar. Og ekki trúi ég því, að Pingey-
ingar fylgi ættlerum »í níunda lið.« — En ekki er farið að bóla
verulega á því enn, að þeir missi hjarðar sinnar og bíður hvað
sinnar stundar.
Pólitíski minnihlutinn i sýslunni hefir þó verið stærri og
betri en ætla mætti út í frá, eftir sólarmerkjum að dæma. Eg
miða við aldamótin. Auk þeirra manna, sem nefndir vóru til þess að
malda í móinn, og sem allir eru orðfærir á mannamótum þó