Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Side 7

Eimreiðin - 01.01.1906, Side 7
7 nokkuð, vóru þeim megin þessir menn: Helluvaðsfeðgar, Græna- vatnsfeðgar, Reykhlíðingar, Sigfús á Reykjum, Indriði á Fjalli og ýmsir yngri menn og var það alt einvalalið. Eg held að gáfu- menn sýslunnar hafi verið álíka margir í minni hlutanum, þeir sem fram úr skara, án þess ég treysti mér til að gera hreinan jafnaðarreikning yfir þessi efni, — enda skiftir það litlu. En þessir menn vóru dreifðir og reyndu engin samtök; vissu það sem var, að þeir mundu verða bornir ofurefli atkvæða a hverjum fundi. Peir höfðu ekki skap til að láta troða sig undir í þrönginni og kjöru þarin kostinn að sitja heima og tala þar við sjálfa sig um landsins gagn og nauðsynjar. Stjórnarflokkurinn hafði æskuna móti sér hér í sýslunni og svo er enn. — Sýslumaður okkar og þingmaður eru nú farnir að eldast — þátt þeir viti það ekki og trúi því ekki sjálfir. Og þó eru þeir gráir fyrir hærum. En einu sinni vóru þeir ungir og skal ég víst láta þá njóta sannmælis. Pétur var annar aðalstofnandi Pjóðliðsins, þegar hann var ungur bóndi. Hlegið var að þeim fé- lagsskap oft og tíðum. En reyndar var hann ná-skyldur Pjóð- ræðisfélagsskapnum. sem stofnaður var s. 1. sumar í Reykjavík, og mun þó ekki þurfa að vænta þess, að Gautlandaflokkurinn kannist við, að hann eigi brýn erindi til þjóðarinnar. Petta er gömul saga og altaf ný: að fáir vilja barnæskuna muna. Svona ér lögmál lífsins, að enginn er ungur nema einu sinni, enginn einstaklingur. Við þeim kaldrifjaða sannleika er gagnslaust að amast. En hitt er harmur lýðs og lands, þegar kynkvíslin eldist og trénast. Og það gerir Pingeyjarsýsla, ef hún fylgir altaf sömu mönnunum gegnum þykt og þunt, alt fram á grafarbarm þeirra. Pá fer svo fyrri en hana varir, að hún er sjálf á — grafar- barminum. Búskapur og: sveitalíf. Pá sný ég frá pólitíkinni, því að líta verður í fleiri horn. Mikils vert væri að geta gefið glögga mynd af hversdagslífi sýslubúa. Pess er enginn kostur í stuttri ritgerð, að gera glögga mynd. En ég vil gera fáeina frumdrætti fyrir augum og nefi myndarinnar. Og það hefi ég séð í eggjum, að þannveg byrjar unginn, sem á endanum verður fleygur fugl. Alt sem nú er á yfirborði tilverunnar, hefir rætur sínar í for- tíðinni. Svo er um lífið í Pingeyjarsýslu; það stendur að ýmsu leyti á

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.