Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Side 13

Eimreiðin - 01.01.1906, Side 13
13 Allir vilja »fara á réttina«, sem að heiman geta komist. Vinnu- konurnar »eiga sig« þann dag, enda þótt heima sitji. Par geta flestir fundist, sem samsveitis eru og finnast vilja eftir sumar- annirnar, sem binda hvern við básinn sinn. þessi dagur er æfintýradagur og tilburðarikur. Fyrrum vóru illdeilur og áflog »sjálfsagður hlutur« á Hraunsrétt. Drykkju- skapurinn keyrði fram úr öllu hófi og þá var ekki að sökum að spyrja. Pó að gamlar sakir væru engar, þá var ávalt hægurinn hjá fyrir einn og einn að verða saupsáttir. Pessir gömlu dagar eru ekki lengra frá en svo, að þegar ég kom fyrsta sinn á réttina, rifust þar tveir menn og flugust á í illu og froðufeldi annar þeirra a. m. k. Rimman byrjaði útaf kind- um. Annar hafði sigað í kindur fyrir hinum, annaðhvort í göngunum, eða fyrri. Ég fór glaður heim af réttinni og þóttist hafa komið á hvalfjöru; því að þá var hernaðar og rímnaandi í straknum. Gamlir bændur höfðu það fyrir reglu að fljúgast á í rettinni, — guðhræddir menn, sem létu gera sér líkkistu mörgum árum fyrir dauða sinn, og var einn þessara karla búinn að lána kistuna sína þrisvar sinnum, áður en dauðinn kom til hans! Og enn þá eimir úr þessum kolum — kolum drykkjuskapar og illdeilda. þó að engin vínsala sé nú í sýslunni, þá hefir þó fjöldi manna vín á réttinni, sumir hafa vasaglös sumir fullar hnakktöskur af flöskum, og veit ég aldrei hvaðan þær uppsprettur renna. þeir, sem hafa dropa, gefa hinum. þegar vínið er farið að liðka málbeinin, eru orðahnippingar auðvaktar. Og deiluefnin eru alveg ótrúlega mörg og sundur- leit. Nágrannakritur, sem legið hefir í láginni sumartímann, vakn- ar nú og rís á fætur. — Ágangur búfjár og allskonar orða- sveimur og viðskifti koma þar til orða og verða að eldkveykju og uppstökkum. Núna í haust sauð pólitíkin niðri í og upp úr bæði yngri mönnum og eldri. »Mikli frelsis roðinn rauði« var innan í og utan á jafnvel gangnadrengjum. En engin illindi urðu útaf þeim roða, af því að þeir, sem hann hafa út búið, vóru þar ekki til staðar. En þó að illdeilur séu engar á réttinni, þá er þar þó ekki hávaðalaust. Kóllin glymja látlaust frá þeim mönnum, sem hrópa upp mörk á kindum og eigendur fjárins. Kringum réttina er kvennfólkið á sparifötunum og renna ungu mennirnir þangað öðru auganu, þeir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.