Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 13

Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 13
13 Allir vilja »fara á réttina«, sem að heiman geta komist. Vinnu- konurnar »eiga sig« þann dag, enda þótt heima sitji. Par geta flestir fundist, sem samsveitis eru og finnast vilja eftir sumar- annirnar, sem binda hvern við básinn sinn. þessi dagur er æfintýradagur og tilburðarikur. Fyrrum vóru illdeilur og áflog »sjálfsagður hlutur« á Hraunsrétt. Drykkju- skapurinn keyrði fram úr öllu hófi og þá var ekki að sökum að spyrja. Pó að gamlar sakir væru engar, þá var ávalt hægurinn hjá fyrir einn og einn að verða saupsáttir. Pessir gömlu dagar eru ekki lengra frá en svo, að þegar ég kom fyrsta sinn á réttina, rifust þar tveir menn og flugust á í illu og froðufeldi annar þeirra a. m. k. Rimman byrjaði útaf kind- um. Annar hafði sigað í kindur fyrir hinum, annaðhvort í göngunum, eða fyrri. Ég fór glaður heim af réttinni og þóttist hafa komið á hvalfjöru; því að þá var hernaðar og rímnaandi í straknum. Gamlir bændur höfðu það fyrir reglu að fljúgast á í rettinni, — guðhræddir menn, sem létu gera sér líkkistu mörgum árum fyrir dauða sinn, og var einn þessara karla búinn að lána kistuna sína þrisvar sinnum, áður en dauðinn kom til hans! Og enn þá eimir úr þessum kolum — kolum drykkjuskapar og illdeilda. þó að engin vínsala sé nú í sýslunni, þá hefir þó fjöldi manna vín á réttinni, sumir hafa vasaglös sumir fullar hnakktöskur af flöskum, og veit ég aldrei hvaðan þær uppsprettur renna. þeir, sem hafa dropa, gefa hinum. þegar vínið er farið að liðka málbeinin, eru orðahnippingar auðvaktar. Og deiluefnin eru alveg ótrúlega mörg og sundur- leit. Nágrannakritur, sem legið hefir í láginni sumartímann, vakn- ar nú og rís á fætur. — Ágangur búfjár og allskonar orða- sveimur og viðskifti koma þar til orða og verða að eldkveykju og uppstökkum. Núna í haust sauð pólitíkin niðri í og upp úr bæði yngri mönnum og eldri. »Mikli frelsis roðinn rauði« var innan í og utan á jafnvel gangnadrengjum. En engin illindi urðu útaf þeim roða, af því að þeir, sem hann hafa út búið, vóru þar ekki til staðar. En þó að illdeilur séu engar á réttinni, þá er þar þó ekki hávaðalaust. Kóllin glymja látlaust frá þeim mönnum, sem hrópa upp mörk á kindum og eigendur fjárins. Kringum réttina er kvennfólkið á sparifötunum og renna ungu mennirnir þangað öðru auganu, þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.