Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Side 18

Eimreiðin - 01.01.1906, Side 18
i8 Pjófnaður er sjaldgæfur hér í sýslu — svo að uppvíst verði, enda er enginn reki ger að þeim mönnum, sem grunaðir eru. Sýslumenn þeir, sem hér hafa verið, hafa verið friðsemdarmenn og óáleitnir og hafa víst ekki haft njósnir úti, þó fjárheimtur séu illar á haustum. Pað sætir og engri furðu, þó að fé vanti af fjalli, þar sem öll jörð er sprungin og sundurtætt af jarðeldum, svo að tálgrafir eru gervar fyrir féð um allar afréttir og refir og skollar í hverjum leyningi. Peir eru alveg ósigrandi og er þó eitrað fyrir þá með þeim lyijum, sem sterkust eru og helzt bráðdrep- andi hjá læknum, og legið er á hverju greni til þrautar, og oftast með einhverjum árangri og stundum fullum sigri. Og víst hefir tóunni fækkað í seinni tíð. — En ég var að tala um þjófana aðallega, en síður um skolla. — Til eru gamlir menn, einn og einn, sem grunaðir hafa verið um fingralengd, en aldrei komist undir hinar stuttu hendur sýslu- mannanna. Einn þeirra var kallaður N. N. »með hendurnar«, Hann var vinsæll maður og greiðvikinn, allra manna góðlynd- astur og beztur í tillögum sínum um náungann, en svo slyngur (smámuna) þjófur, að yndi var og mun að hverju hans handtaki í þeirri grein. Einu sinni 1 é k hann sér að því, að stela ullar- kömbum, bundnum á bak manns, þrem sinnum á lítilli stund, og vissi kambamaðurinn aldrei hvemig það gat orðið. Og nú er þessi mannvinur til moldar hniginn og mun aldrei maki hans fæðast hér um slóðir, svo ólíkur var hann öllum hinum. En einn sýslumaður kemur að öðrum og eru þeir hver öðrum líkir — allir leiguliðar. Og leiguliðinn flýr, þegar hann sér úlfinn koma. Móses bannar ljúgvitni að bera og er það vel gert; því þegar sannsöglinni er ekki að treysta, þá er vandi að vita sannleikann. Mér koma nú í huga friðunarlögin. Pað er opinber leyndardómur, að þau eru brotin. Andir eru skotnar á vorin eftir þann tíma, sem þær eru friðlýstar, en enginn klagar þessa skotvarga. Ég get sagt hreint og beint hvað mér hefir hamlað: Ég hefi vitað með vissu, að ómögulegt er að færa sönnur á sakirnar, af því að »enginn veit neitt«, þegar vitna er leitað. Par kemur ekki til þess eða hefir komið, að ljúgvitni séu borin. En þess eru dæmin, að þau hafa verið á ferðinni. Fyrir nokkrum árum var hér í sýslu svo kallað »æðarfugla- mál«. Varpeigandi kærði skaða sinn, sem var í því fólginn, að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.