Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 23

Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 23
23 elzt allra kaupfélaga í landinu. Frumkvöðlar þess voru þrír menn einkanlega: Benedikt á Auðnum, Sigfús í Múla, sem fór til Vestur- heims, og Jakob frá Grímsstöðum; séra Benedikt í Múla og Jón Gauti voru og nær staddir með ráði og dáð. Félagsstofnunin var runnin af rótum lýðveldisanda og jafnaðarmensku. En heldur hefir það færst í horf einveldisins með aldrinum og eru þó öll mál borin undir atkvæði félagsmanna. En stjórnin er ekki laus við ráðríki í anda sínum og orðum og gerðum. Enda má vel vera, að engu félagi verði stjórnað til lengdar nema því að eins, að forkólfarnir herði á tökunum. Eg er ekki svo kunnugur sögu almennra félagsfyrirtækja í heiminum, að ég þori að fullyrða neitt í því efni. Félagið hefir komið miklum hagsmunum í hendur sýslubúum og líka hefir það hlynt að menningu og samneyti manna. Aðalfundur þess er haldinn nærri miðjum vetri á hinum beztu bæjum sýslunnar og er þar öllum heimill greiði, sem þangað sækja. »Kaupfélagið borgar«. Par er margs konar fagnaður í tómstundum fundarins: sungið og kveðið, sagðar draugasögur, járnuð perta, fleginn köttur, farið í gegn um sjálfan sig og jafn- vel reynt með mönnum, hverir séu fljótastir að prjóna. — Annað félag nefni ég sérstaklega. I’að hefir útlendar bækur til lesturs, danskar og norskar og sænskar, skálcjrit og tímarit mestmegnis. það hefir fært marga ljósgeisla inn í sýsluna. Aðalforkólfar þess hafa lengi verið: Benedikt á Auðnum, Pétur Gauti og Sigurður í Felli. Félagsmenn hafa verið um 20. Það hefir dregið úr gagni þessa félags, að mennirnir í því eru á strjálingi, svo að bækurnar eru lengi að ganga á milli og varla er hægt að tala saman um þær, en þess þyrfti, því að þær eru þungar fyrir skilninginn sumar. Petta félag kalla sumir menn Svartaskóla og er Bene- dikt allra manna lærðastur í þeim fræðum. Porri manna leitar sér þó annarra skemtana, en fræðslu þess- ara bóka og eru þær ýmislegar. Dansfundir eru tíðir meðal unga fólksins á vetrum, og eru þeir ekki í frásögur færandi, þótt fóta- spark og kaffidrykkjur keyri þar úr hófi. Pá eru skírnarveizlur gleðiefni og eru varla til svo fátæk hjón, að þau haldi ekki hóf, þegar börn þeirra eru vatni ausin. Slægjufundir eru haldnir á haustin í sumum sveitum og eru þar ræðuhöld af skynsamlegu viti. Oft eru og fundir haldnir til fróðleiks og kynningar mönnum og söngur æfður. — Pá eru sveitablöð í sumum sóknum. Pau byrjuðu í Mývatnssveit göngu sína og eru tvö á ferð í sveitinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.