Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 25

Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 25
25 þegar vel árar. Húsvíkingar hafa töðurækt og jarðepla, svarðar- land og þarafjöru, og er þar mörg matarhola í góðum árum. Atvinnuvegir. Annars lifa Pingeyingar mestmegnis á fjár- rækt, og er hún í góðu lagi víða. Bárðardalur, Mývatnssveit, Laxárdalur, Hólsfjöll, og öll Norðursýslan eru sauðlönd góð og lifir féð á útigangi víða að miklu leyti, einkum í Norðursýslu. Par eru víða æðarvörp, einkum á Sléttu, og trjáreki. i'ó kvað Látra-Björg illa um hana: Slétta er bæði löng og ljót, leitun er á verri sveit. Peir, sem henni á festa fót, fordæmingar byggja reit. En þetta kvað hún um Bárðardal: Bárðardalur er bezta sveit, þótt bæja sé langt á milli . . . Petta um Mývatnssveit: Mývatnssveit ég vænsta veit vera á Norðurláði . . . Og um sveitina mína gerði hún þetta: Reykjadalur er sultarsveit, sezt hann oft með fönnum. Ofaukið er í þeim reit öllum góðum mönnum. Margir hafa hagræði af rjúpnaveiði, og er furða, hvað sú blessuð skepna endist, svo mikil aðsókn sem að henni er háð, og nærri lætur, að sumir menn séu vitskertir af þeirri drápgirni. — Og hefi ég nú drepið á atvinnuvegi Pingeyinga. Almennar athugasemdir. Lífið er sífeld breyting og endur- nýjung, annars er það ekki líf. En þrátt fyrir alt og þrátt fyrir alt lifa þó Pingeyingar og fer þeim fram heldur en hitt. Húsa- skipun batnar, klæðaburður fegrast og þrifnaðurinn er á batavegi. þá er og kurteisin að færast í aukana, en hrokinn hjaðnar niður. Skamt er síðan prestarnir þúuðu alla sóknarlimi sína, en létu þéra sig. Sýslumenn vóru með stærilæti í viðmóti og kaupmenn réttu stundum einn fingurinn, þegar þeim var heilsað, »minni háttar

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.