Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Qupperneq 26

Eimreiðin - 01.01.1906, Qupperneq 26
26 mönnum«. Nú er þetta alt að falla í ljúfa löð. Prestarnir þúast við sóknarbörnin, sýslumennirnir eru ljúfir og lítillátir og kaup- mönnum er höndin ekki laus lengur eins og áður var, þegar þeir börðu menn fyrir litlar sakir eða engar, og bættu ekki vígin. Og nú rétta þeir höndina í heilu lagi og draga ekki fingurna undan tíund. Petta eru breytingar alt saman og eru margar ótaldar. — Vinnuskifting er að komast á. Áður bjuggu smiðir á jörðum. Nú eru þeir komnir í kaupstaðina og stunda iðn sína eingöngu. — Fjöldi sveitamanna kann vefnað. En vefstólarnir eru að þagna, því að tóvélarnar draga klæðagerðina til sín og prjóna- vélarnar toga líka hönkina frá vefstólunum. Spunakonur vóru fyrrum margar og góðar. En nú eru þær fágætar að verða. — Skamt er síðan gömul kona hér í grendinni spann þráð í áttræðan vef heldur en sextugan yfir sumartímann og kembdi sjálf alt saman. Hún var orðin svo heilsubiluð, að hún gat ekki gengið út. Og þetta var fínn þráður og hélt einmuna vel. Petta geta nú ekki þær, sem ungar eru. En nú eru föt betur sniðin en áður var, og er það að þakka klæðaskurðarmönnunum. — Eg bið að fyrirgefa nafnið. En ég finn ekki betra orð. — Pá er fæðan betur blönduð en áður var, þegar étinn var einskorinn matur tímunum saman. En miklir voru þeir gömlu menn í maga sínum, sem átu hangin sauðarskammrif í einu, ef satt er sagt frá. Og víst er það, að karl einn, sem var föður mínum samtíða, þegar hann var ungur, át í einu 15 spaðbita, en sumir segja 19, og varð ekki meint af. En hann bragðaði ekki mat í þrjá daga þaðan í frá. Annars var það ekki meira át, en þegar granni minn át níu hafsíldir í einni lotu. Og «ekki er frægðin öll burt vikin íslendinga«. Blöðin eru keypt og lesin mikið, en heldur er lítið um lestur annarra efna yfirleitt. Húslestrar vóru tíðir, bæði á sunnudögum og á kvöldin veturinn yfir. En nú er það alt að leggjast niður. Hætt er og að kveða rímur að mestu leyti. — Gestrisni er mikil og er greiði gefinn hér um bil alstaðar, — og kemur það hart niður á þeim, sem í þjóðbraut búa. — Vegir eru illir víða og seinfærir; því að vegabætur eru litlar. Sýslan liggur langt frá hlaðvarpa stjórnarinnar og vér höfum haft þingmann, sem er ekki fingralangur í »landsins kassa«. Samgöngur eru hér erfiðar, þegar snjóþungt er, og kunna þó flestir karlmenn að ganga á skíðum og eru þau til á hverjum bæ. Sýslan er harðinda bæli. Hún liggur opin fyrir norðaustanáttinni og gín móti móti snjófallinu;
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.