Eimreiðin - 01.01.1906, Qupperneq 28
28
út komin, og er rétt að íslendingar fái að vita, hvernig þessum
herra þóknast að líta á þjóðlífið íslenzka og allar framfarirnar.
Mr. Annandale á víst að heita vísindamaður og er að min-
sta kosti formaður fyrir þjóðsafni í Kalkútta á Indlandi; það sést
líka á bókinni, að hann hefir fengið nokkra vísindalega mentun í
ýmsum greinum náttúrufræðinnar, og svo er bókin gefin út af
Clarendon Press í Oxford og tileinkuð vísindamanni, prófessor
dr. E. B. T y 1 o r, sem hefir lesið handritið og stungið upp á nokk-
rum leiðréttingum. Bók þessi er eiginlega engin ferðasaga heldur
samsafn ritgjörða um þjóðlíf og náttúru Færeyja og íslands, og
hafa þær áður verið prentaðar í enskum tímaritum. Höf. kom
oft til Færeyja á árunum 1896 til 1903 og er þar allkunnugur;
lýsing hans á Færeyjum og Færeyingum er líka hið langbezta
í bókinni, þó stöku gallar séu innan um. Honum hafa fallið Færey-
ingar vel í geð og segir hann þá að öllu leyti standa miklu framar
en íslendinga; þó má varla telja það mikið hrós, því íslendingar
eru að áliti höf. úrþvættis þjóð, sem alveg er að kafna í óþrifnaði
og drykkjuskap, þeir eru eftir skoðun hans á afturfararbraut í
öllum greinum, en ætla þó að rifna af gorgeir, sjálfhælni og
kotungslegu þjóðardrambi. Árið 1898 dvaldi höf. 6 vikur í Vest-
manneyjum, lýsir allýtarlega fuglaveiðum eyjarskeggja og segir
frá Tyrkjaráni. Til Vestmanneyinga hefir höf. heldur hlýjan hug
og telur þá mesta þrifnaðarmenn og snyrtimenn af íslendingum
og hýbýlaprúðasta, enda lýsir hann allýtarlega bústöðum þeirra
(bls 139). Sérstaklega tekur hann fram, að steingarðar og hús á
Vestmanneyjum séu vanalega prýdd með þorskhausum og fýlunga-
hryggjum, sem hanga á strengjum eins og blómsvegir fram með
veggjunum. Á kvöldin senda þessar þorskhausafestar frá sér
dularfullan maurildis-bjarma, sem stundum verður svo mikill, að
hann uppljómar þorpið. Timburhús með þakjárni þykja svo vegleg,
að þeim hafa verið gefin nöfn eftir stórbæjum Evrópu og heita
París, London, Helsingeyri o. s. frv. Um meginland Islands virðist
höf. ekki hafa farið, hann brá sér aðeins frá Vestmanneyjum til
lands í Rangárvallasýslu, líklega upp í Landeyjar eða Pykkvabæ
og þaðan fór hann svo til Reykjavíkur. Á því, sem hann sá á
þessari ferð, byggir hann svo þjóðlýsingu sína á öllum íslending-
um og fetar þar í fótspor dr. Ehlers, sællar minningar, sem ein-
mitt bygði sínar frægu lýsingar á heimilisháttum íslendinga á rann-
sóknum sínum í Holtum og Eykkvabæ. Mr. Annandale hefir