Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Qupperneq 29

Eimreiðin - 01.01.1906, Qupperneq 29
29 sýnilega notið aðstoðar einhverra enskutalandi íslendinga og má skilja það á bókinni, að honum hafa þótt þessir heimildarmenn rembilegir gleiðgosar, og hafa þeir beinlínis og óbeinlínis vakið óbeit hans og ýmugust á þjóðinni allri. í 6. kap. bókarinnar eru nokkrar hugleiðingar um húsdýr á íslandi og Færeyjum, í hinum 7. er talað um akuryrkju og skordýr, en aftast eru ályktanir um eðli og uppruna hinnar íslenzku þjóðar og Færeyinga og seinast er allfróðleg ritgjörð um keltneska og íslenzka hesta eftir dr. Marshall. Hinar vísindalegu hugleiðingar Mr. Annandales sjálfs eru flestar ómerkilegar og sumar alveg afleitar. Öll bókin ber það með sér, að höf. er vísindalegur hálfviti, en þeir eru vanalega gleiðastir á svellinu. fví næst skulum vér nánar skýra frá þjóðlýsingu höf., sem er mestöll í 5. kap. (Modern Iceland), en þó eru ýmsar skemti- legar glepsur og hnútur til íslendinga dreifðar eins og rúsínur um alla bókina innan um önnur efni, og mun ég leitast við að safna hinu helzta af þessu góðgæti í eina heild. Pá er þar fyrst til máls að taka, að höf. getur allra Norður- landa þjóða í einu (nema Svía), segir hann (bls. 15) að Norðmenn séu skjótlega að spillast af útlendum túristum og eftirhermum nútíðar-tízku, sem sé þeim hið mesta skaðræði. Danir eru orðnir meir en hálf-þýzkir, íslendingar eru gjörspiltir af drykkjuskap, þrælslund og velþóknum á sjálfum sér. Færeyingar eru hinir einu, sem komist hafa undan öllu þessu óláni, hjá þeim eru sam- einaðir hinir beztu kostir fornmantia, gestrisni, kurteisi við aðkomu- menn, ráðvendni, glaðlyndi og hreinlæti. Aftur á móti segir hann þó að Færeyinga skorti nægilega framtakssemi og frumleika, segir þeim þyki mjög gaman að bæjarþvaðri og söguburði og að þeir enn trúi á tröll og hafgúfur. Miklu síðar í bókinni kemur lýsingin á lifnaðarháttum og lyndiseinkennum íslendinga og gerir höf. sérstaklega mikið úr óþrifnaðinum, drykkjuskapnum og grobbi íslendinga. »íslenzkir bæir eru oftast«, segir höf., »loftlausir, skítugir og lúsugir*. »Miðaldamunkur einn1) lýsir íslandi svo, að þar sé svo ljóst um miðnætti, að menn sjái til að tína lýsnar úr skyrtu l) Dicuilus (Landfræðissaga I bls. 17—18) talar um Papa á íslandi, er hing- að komu fyrir landnámstíð. l’að voru því Bretar, en ekki íslendingar, sem £ þá daga undir geislum miðnætur-sólarinnar tíndu af sér varginn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.