Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 31

Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 31
3i aðinn, séu ekki líkamlega úrkynjaðir, sumir verða gamlir og margir eru sterkir og þolgóðir. Eftir ýmsar hugleiðingar kemst höf. að þeirri niðurstöðu, að það sé meðal annars einmitt óþrifnaðinum að þakka, að íslendingar alment séu sterkir og þolgóðir, öll hin veikbygðari börn veslast upp eða kafna í óþrifum, svo það verða eingöngu hin allra sterkustu, sem komast upp og geta af sér af- kvæmi; á þenna hátt hefir kynslóðin haldið hömsum! Annars segir höf. að íslendingar sýni meiri dugnað og spar- semi, þegar þeir eru í útlöndum en heima fyrir, og að margir Vesturfarar snúi aftur til Islands vel fjáðir, áður en þeir eru orðnir miðaldra menn (bls. 165). Annars lýsir það ekki miklu lífsafli hjá hinni íslenzku kynslóð, sem höf. segir á öðrum stað (bls. 16), að spítalalæknar hafi sagt sér, að sjúkir Islendingar deyi sumir bara af þrekleysi og af því þeir hreint og beint séu fastráðnir í því að vilja ekki lifa. l*ar sem höf. lýsir íslenzkum bæjum (bls. 140—42), hefir hann auðsjáanlega haft fyrir sér hina allra fátæklegustu, en einkum þykja honum þó baðstofurnar viðbjóðslegar. Höf. segir, að það sé ómögulegt að ýkja óhreinindin í baðstofunum, rúmin eru ábreiðulausar kistur, fullar af rifnum görmum, og í þessu sefur fólkið iðandi af lúsum; gólf og veggir eru svartir af saur og á veggjunum hanga fatadruslur og allskonar amboð. Mjólkin er oft geymd í tréílátum undir rúmunum, en ílátin og rúmbríkurnar eru oft útskornar, þegar þær eru gamlar, en útskurðurinn sést sjaldan fyrir óhreinindum. Annars telur hann það mjög undarlegt, hve öllum listiðnaði hefir farið aftur á íslandi, og segir hann það sé mestmegnis skólunum að kenna! Nú má öll íþrótt, sem nú reyndar að áliti höf. aldrei var merkileg, heita útdauð í landinu. Allir gripir, sem nokkra þýðingu hafa, eru komnir á Forngripasafnið eða seldir út úr landinu; Islendingar grobba reyndar af Forngripasafn- inu, en þeir nota sér það ekki til neins gagns. Drykkjuskapur segir höf. sé fjarskalega mikill á íslandi, allir drekka sem geta náð í brennivín. Bændur, sem búa langt uppi í landi, drekka sig þó ekki fulla nema einu sinni á ári, þegar þeir á vorin flytja ull og aðrar vörur til kaupstaðar, en þá drekka þeir líka stanzlaust, þangað til hver eyrir er farinn, fyrr snúa þeir ekki heim aftur. Drukkinn íslendingur er sjaldan óstýrilátur eða kátur, hann bara drekkur og drekkur, þangað til hann er orðinn alveg sinnulaus eða er fallinn í rot (bls. 154).

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.