Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 32
32
Skólum hefir fjölgað á íslandi í seinni tíð og segir höf., að þeir
hafi orðið til mikillar óblessunar fyrir landið. Fjöldi unglinga
streymir að skólunum á vetrum úr fjarlægum héruðum, þeir
hafa hvergi höfði sínu að að halla og lenda í slarki og fylliríi;
svo útbreiðist drykkjuskapurinn um landið frá þeim. Höf. segir,
að Frelsisherinn megi sín mikils á íslandi og herinn hafi með
tilstyrk Templara barist harðlega gegn drykkjuskap og hörð lög
hafi verið gefin út mót hinum sama ófögnuði, en alt er þetta
árangurslaust. Nú segir hann að Magnús frá Cambridge sé búinn
að hefja krossferð til útbreiðslu aflrauna og leikfimi meðal ungra
manna, og segist höf. hafa meiri trú á að slíkt hefti drykkju-
skapinn heldur en trúfræði og lagabönn. »Á íslandi er það tízka,
að trúa engu eða réttara sagt líta með vantrú á alla hluti, nema
mikilleika Islands og dygðir; já, vissulega hinir bezt mentuðu Is-
lendingar tala jafnvel um sjálfa þjóðræknina með nokkrum fyrir-
litningar-keim. Trúræknin virðist alveg horfin og opinberlega er
hæðst að hindurvitnum og hjátrú, þó menn í laumi ali hana í
brjósti sér og hafi innilegar mætur á henni. Ekkert sýnir trúar-
ástandið betur heldur en kirkjurnar; prestarnir nota þær fyrir
skemmur; óhreinni ull er hlaðið upp í hornunum og jafnvel upp
í kirkjustólana og á endastólpana hengja menn föt sín; tóm bjór-
flaska með kerti upp úr stútnum stendur annaðhvort á altarinu
eða í gluggakistu, oft við hliðina á skrautlegum gömlum kopar-
stjökum, á loftsvölunum er »þvotta-rúlla« og hrúga af óhreinum
rekkjuvoðum. Á sunnudögum er ruslinu fljótlega kastað til hliðar,
svo söfnuðurinn komist fyrir; í kirkju kemur því nær eingöngu
kvennfólk, þar hefir það eina tækifærið til þess að hitta nábúa sína.
Áður voru kirkjurnar notaðar sem svefnherbergi fyrir ferðamenn,
en nokkrir enskir túristar, sem höfðu skilið eftir velsæmið heima,
t'undu upp á því að slökkva ljós, sem þeir höfðu sett á altarið,
með því að kasta í það skónum sínum og skemdu altaristöfluna*.
þegar biskup frétti þetta, bannaði hann að nota kirkjur fyrir
gististaði; þó er því banni ekki alstaðar hlýtt. Höf. getur þess
ennfremur, að orsökin til kristindómshnignunar á íslandi muni
meðfram vera hin vondu lífskjör prestanna og segir hann, að
sumir þeirra hafi ekki nema f 5—6 í laun (90—108 krónur); þeir
verða því allir að búa sem bændur og þeir prestar, sem ekki
vinna líkamlega vinnu, eru fyrirlitnir (bls. 154—56).
Höf. segir á bls. 132—133: »Alþektur blaðamaður og lög-