Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Qupperneq 34

Eimreiðin - 01.01.1906, Qupperneq 34
34 augun lítil og djúpsett í höfðinu, nefið stutt og breitt og munn- urinn ákaflega stór, hörundsliturinn er fölur og vantar hinn rjóða lit, sem einkennir skinn Skandínava«. Með öðrum orðum segir höf., að útlit hinnar íslenzku kynslóðar sé mongólskt, og kemst að þeirri niðurstöðu, að íslendingar að miklu leyti eigi ætt sína að rekja til Lapplendinga; hann heldur, að landnámsmenn og aðrir fornmenn í Noregi hafi gifst lapplenzkum konum, en á ís- landi hafi Lappa-blóðið smátt og smátt við eðlisúrval náttúrunnar komið upp á yfirborðið og fleiri og fleiri Islendingar hafi vegna hentugra kringumstæðna breyzt í Lappa, af því lifnaðarháttur þeirra í þessu afskekta landi varð meira og meira villimannslegur (bls. 163, 219). Petta er nú aðal-þjóðlýsingin hjá Mr. Annandale, en svo skal ég telja ýmislegt smávegis af því, er snertir land og þjóð og dreift er hér og hvar um bókina. Höf. segir, að Vestmanneyingar séu þrifnari en aðrir íslend- ingar og þess vegna líka heilsubetri á sál og líkama; holdsveiki, sem er algeng í mörgum héruðum á Islandi, er mjög sjaldgæf í eyjunum. Rangvellingar eru ákaflega fátækir og nærast á vetrum mestmegnis á þorskhausum, sem þeir sækja til Vestmannaeyja, en eyjarskeggjar mundu aldrei leggja sér slíkt til munns; þeir gefa hausana hestum og kúm. Höf. segir, að Vestmanneyingar séu nærri allir aðkomnir, því til skamms tíma dó hvert barn úr gin- klofa; hann segir, að Vestmanneyingar séu komnir af Norðurlandi; það sjáist meðal annars af því, að þeir af gömlum vana segja >suður í Reykjavík*, sem er nærri beint fyrir norðan þá. Mr. Annandale talar um feitmetisát landa og segir að lýsisbragð sé Islendingum hið mesta inndæli, þess vegna þyki þeim líka lauk- urinn á kofu og fýlunga hinn bezti matur (bls. 94, 127—28). Höf. getur um Eldeyjarferð Vestmanneyinga og segir að konungur hafi lofað hverjum þeim, sem fyrst kæmist upp á Eldey, að hann mætti eiga eyna. Höf. tekur það skýrt fram, að það megi óhætt segja, að Reykjavík sé ljótasti bær í Norðurálfu: hann telur báru- járnið, sem húsin eru klædd með, viðurstygð og hneyksli. »Lyfja- búðin í Reykjavík er bezt dæmi þess, hve margt er öfugt á ís- landi; uppi a henni standa grískir guðir úr gipsi, og er það lítt sæmandi fyrir land, sem átti svo ágæta goðafræði og fyrir þjóð, sem grobbar jafn mikið af þjóðrækni sinni«. Akureyri er ekki eins herfilega ljót eins og Reykjavík, og ísafjörður og aðrir kaup- staðir eru líka skárri, »af því þeir eru minni« (bls. 130, 137).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.