Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 36

Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 36
36 oft einhver lítil átylla. t’essi ferðamaður gerir meira en aðrir úr sjálfhælni og monti íslendinga og þykir þetta einna ógeðslegast í fari beirra. Vér vitum allir, að á þeim þjóðlöstum ber yfirleitt ekki mikið á íslandi, en hér á landi eru þó til eins og annar- staðar þreytandi leiðinlegir gortarar og andlega víxlaðir eintrján- ingar og það er mjög leiðinlegt, þegar útlendingar með lítilli dóm- greind komast í hendurnar á þeim. Hreinlæti hefir á seinni árum farið mjög fram á Islandi og allir vita, að nú er hægt að fara um landið þvert og endilangt og fá víðast góða gistingarstaði og sum- staðar jafnvel ágæta; til eru þó ekki allfáar sveitir á landinu, þar sem hreinlætið er á mjög lágu stigi, og er það bráðnauðsynlegt, að ráðin sé bót á því; ef næmar stórsóttir flytjast inn í landið, geta óþrifa heimili orðið að miklu böli, og auk þess er óþrifnaður alstaðar vottur um líkamlega og andlega vesalmensku; þó heim- ilin séu fátæk, geta þau verið þrifaleg; ég hefi séð fátæk heimili á Islandi svo hrein og fáguð, að unun var á að líta, en efna- heimili líka, sem voru alt annað en þrifaleg. Slíkt er komið undir menningarstigi fólksins, sem í húsunum býr. í öðrum löndum, sem ríkari eru, er til óþrifnaður engu minni en það, sem lakast er á Islandi, en af sérstökum ástæðum ber miklu meira á slíku hér á landi en annarstaðar. í útlöndum eru nú alstaðar »hótel« og gistihús, engum dettur í hug að nátta sig á bóndabæjum eða heimilum einstakra manna. I’egar nú útlendingar á ferðum á ís- landi af tilviljun slangrast inn í óhreinlegan bæ, verða þeir alveg hissa, þeir hafa aldrei séð neitt svipað áður, og þó eru ef til vill hin örgustu óþrifaheimili heima hjá þeim, í þeirra eigin landi, nokkra faðma frá bústað þeirra; en þeir hafa aldrei séð þau, vita ekkert af þeim, enda er svo mikið djúp staðfest milli fátæklinga og efnamanna í öðrum löndum, að íslendingar geta varla gert sér í hugarlund. ísland er smátt og smátt að verða ferðamanna- land, en vantar flest, sem til þess heyrir; gistihús eru engin nema bæirnir og verður þess langt að bíða, að það breytist. Með vax- andi ferðamajina-fjölda er það óhjákvæmilegt, að stjórn og þing taki í taumana og hlutist til um að eitthvert eftirlit sé haft með ferðamannastraumunum, enda hlýtur það að hafa töluverða fjár- hagslega þýðingu fyrir landið. I’að mætti að minsta kosti gera sveitasamþyktir um gistingastaði útlendinga, það ætti að hafa um- sjón og eftirlit með fylgdarmönnum útlendinga, hestum þeirra og útbúnaði, og Ferðamannafélagið í Reykjavík (ef það er enn þá til)

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.