Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 36
36 oft einhver lítil átylla. t’essi ferðamaður gerir meira en aðrir úr sjálfhælni og monti íslendinga og þykir þetta einna ógeðslegast í fari beirra. Vér vitum allir, að á þeim þjóðlöstum ber yfirleitt ekki mikið á íslandi, en hér á landi eru þó til eins og annar- staðar þreytandi leiðinlegir gortarar og andlega víxlaðir eintrján- ingar og það er mjög leiðinlegt, þegar útlendingar með lítilli dóm- greind komast í hendurnar á þeim. Hreinlæti hefir á seinni árum farið mjög fram á Islandi og allir vita, að nú er hægt að fara um landið þvert og endilangt og fá víðast góða gistingarstaði og sum- staðar jafnvel ágæta; til eru þó ekki allfáar sveitir á landinu, þar sem hreinlætið er á mjög lágu stigi, og er það bráðnauðsynlegt, að ráðin sé bót á því; ef næmar stórsóttir flytjast inn í landið, geta óþrifa heimili orðið að miklu böli, og auk þess er óþrifnaður alstaðar vottur um líkamlega og andlega vesalmensku; þó heim- ilin séu fátæk, geta þau verið þrifaleg; ég hefi séð fátæk heimili á Islandi svo hrein og fáguð, að unun var á að líta, en efna- heimili líka, sem voru alt annað en þrifaleg. Slíkt er komið undir menningarstigi fólksins, sem í húsunum býr. í öðrum löndum, sem ríkari eru, er til óþrifnaður engu minni en það, sem lakast er á Islandi, en af sérstökum ástæðum ber miklu meira á slíku hér á landi en annarstaðar. í útlöndum eru nú alstaðar »hótel« og gistihús, engum dettur í hug að nátta sig á bóndabæjum eða heimilum einstakra manna. I’egar nú útlendingar á ferðum á ís- landi af tilviljun slangrast inn í óhreinlegan bæ, verða þeir alveg hissa, þeir hafa aldrei séð neitt svipað áður, og þó eru ef til vill hin örgustu óþrifaheimili heima hjá þeim, í þeirra eigin landi, nokkra faðma frá bústað þeirra; en þeir hafa aldrei séð þau, vita ekkert af þeim, enda er svo mikið djúp staðfest milli fátæklinga og efnamanna í öðrum löndum, að íslendingar geta varla gert sér í hugarlund. ísland er smátt og smátt að verða ferðamanna- land, en vantar flest, sem til þess heyrir; gistihús eru engin nema bæirnir og verður þess langt að bíða, að það breytist. Með vax- andi ferðamajina-fjölda er það óhjákvæmilegt, að stjórn og þing taki í taumana og hlutist til um að eitthvert eftirlit sé haft með ferðamannastraumunum, enda hlýtur það að hafa töluverða fjár- hagslega þýðingu fyrir landið. I’að mætti að minsta kosti gera sveitasamþyktir um gistingastaði útlendinga, það ætti að hafa um- sjón og eftirlit með fylgdarmönnum útlendinga, hestum þeirra og útbúnaði, og Ferðamannafélagið í Reykjavík (ef það er enn þá til)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.