Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Side 39

Eimreiðin - 01.01.1906, Side 39
39 verkið eitthvað ógeðfelt, sem honum var fengið, þá var ekki hugsandi til að hann hefði vit á að vinna það. En þetta fór merkilega saman. Sum önnur verk vann hann með góðu geði og þá skorti hann ekki vit, svo vandræði hlytist af. Og eitt gagn hafði heimilið þó að minsta kosti af honum. Það var hægt að láta hann fara í göngurnar og þannig hægt að spara annan full- orðinn mann í marga daga. Og sú ferð var honum ekki um geð. Annað mál er það, hve ógeðfelt fjallkónginum hefir verið að fá hann haust eftir haust, þótt hann yrði að láta við svo búið standa. Allir lifandi menn vissu, að Friðrik gerði sáralítið gagn í Búr- fellsheiðinni. Hann var látinn rölta út miðja heiðina og var hon- um sýnd stefnan, áður en skilið var við hann. Og hann hélt stefnunni trúlega, — labbaði í hægðum sínum beint út eftir heið- inni, niðurlútur með hendurnar á bakinu, talaði við sjálfan sig og leit hvorki til hægri né vinstri. Ef kindur urðu á leið hans, þá lofaði hann þeim að labba á undan sér, ef þær þá vildu eiga samleið, en sjaldan gerði hann sér mikið far um að eltast við þær. En þótt óneitanlega væri gætilega farið, þá kom það þó sjaldan fyrir að alt gengi að óskum með Friðrik. Oftast nær týndist hann, og svo þurfti að senda menn til að leita að honum eins og hverjum öðrum sauð. Venjulega var þó ekki annað að en það, að honum hafði orðið leiðin sporadrjúg, og stundum hafði hann þá sezt niður að hvíla sig — og svo gleymt að standa upp aftur. — — í þetta skifti, sem hér segir frá, var Friðrik sem oftar staddur í fjallgöngum. f’að voru ekki fyrstu göngur, heldur eftirleitir, eða, eins og kallað er á Norðurlandi, aðrar göngur. Peir Búrfellsheiðarsmalarnir lögðu af stað síðari hluta dags fram að sæluhúskofa, sem var á heiðinni, til að hafa þar náttstað. feir voru sjö saman, eins og vant var, og Friðrik sá áttundi. I’að höfðu gengið rosar þá í marga daga með krepjum og rigningum og óvanalegum kulda. Pað var því ekkert tilhlökkunar- efni, að eiga að smala Búrfellsheiðina daginn eftir. I’eir voru því allir í heldur stirðu skapi, þegar þeir lögðu af stað, nema Friðrik; hann var með sama jafnaðargeðinu sem ætíð. Pað var líka kuldi og beygur í flestum nema honum. Honum var nokkurn veginn sama um veðráttuna. Búrfellsheiðin er breið og mikil afréttartunga, sem á aðra

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.