Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Side 40

Eimreiðin - 01.01.1906, Side 40
40 hönd takmarkast af Jökulsá, en hina af háum fjallgarði, og liggur æði langt fram af bygðinni. Hún er að vísu fjallalaus að mestu, en full af smáhryggjum og ásum og flóum og mýrarsundum á milli, svo það er fremur ógreiðfært um hana og þykir vandleitað. Á miðri heiðinni gnæfir Búrfell hátt og hrikalegt. Pað er fjallhryggur af svipaðri gerð eins og flest fjöll eru hér á landi, með bröttum og nokkuð klettóttum hliðum, mikið sandrunnum, en kollóttir melar hið efra, sem fara smálækkandi suður af því, suður í óbygðir. Norðvesturendinn er hæstur og snarbrattur með klettaeggjum efst, en mýrarflói neðan undir með rótleysis keldum. Pað er þetta fell, sem heiðin dregur nafn af.---------- I’aö var síður en vistlegt í kofanum um nóttina. Leitarmennirnir bjuggu þar um sig eftir föngum, borðuðu af nesti sínu og lögðu sig svo fyrir. I’eir voru holdvotir og hraktir og skulfu nú af kulda, því kofinn skýldi þeim hvorki við storminum tié regninu, svo til hlítar væri. Peim varð því ekki svefnsamt — nema Friðrik. Hann sofnaði strax og hraut svo hátt, að það eitt út af fyrir sig hefði verið nóg til þess, að enginn hefði sofnað. Veðrið versnaði með kvöldinu og þá fór að snjóa. I lýsingu um morguninn vöknuðu þeir allir nema Friðrik. Hann svaf enn þá svo fast, að þeir áttu fullerfitt- með að vekja hann. Pað var nú hætt að snjóa, en veðrið var hrákalt og jörðin hvít af snjó. En það leit út fyrir gott veður með deginum. þeir lögðu nú af stað fram eftir heiðinni og gengu hvatlega til að hafa úr sér hrollinn. Friðrik átti bágt með að fylgjast með þeim og varð stundum á eftir, en þeir þorðu ekki að fara svo langt á undan honum, að þeir mistu sjónar af honum, því þeir vissu, að hann var þá vís að snúa aftur. þeir biðu því eftir honum við og við, að minsta kosti þangað til þeir gætu sent honum tóninn. Friðrik gekk í hægðum sínum smábrosandi, og skeytti því ekki vitund, þótt hottað væri á hann. þessi dagur var einn af þeim undurfögru — mér liggur við að segja — óviðjafnanlegu haustdögum, sem olt koma hér á landi, einkum uppi á heiðum og í óbygðum. Loftið var rosalegt og svipmikið og stórir skýjaklakkar sigldu fyrir morgunvindinum, sem nú var stöðugt að lægja. þessir miklu flókar sveipuðust hver eftir annan í ljómandi'gyllingu, þegar sólin kom upp; en undan sólu voru þeir dimmbláir og ferlegir yfirlitum. En hve brúnamiklir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.